Réttur - 01.07.1917, Síða 53
Pjóðjarðasala og landleiga 55
manna minnum, að þjóðin öll var jafnefnuð bændaþjóð,
sem hvorki þekti til stór-auðæfa né til örbirgðar.
Pessi mótsögn, milli sífeldra framfara annarsvegar, sam-
fara sívaxandi örbirgðar á hina hliðina, kom George til
að rita bók, er hann nefndi »Progress and poverty« —
þ. e. »Framíarir og fátækt« (í danskri þýðingu: Frem-
skridt og Fattigdom). Kemst hann þar að þeirri niður-
stöðu, að þessi umrædda jnisskifting auðsins eigi rót
sína í því, að mikill hluti allra þeirra auðæfa, sem hinar
miklu verklegu framkvæmdir skapa, renni beint eða ó-
beinlínis í vasa þeirra, sem landið eiga. Styður hann
þetta með þeirri reynslu, sem alstaðar kemur fram, að
hvar sem aðstaða er betri á einum stað en öðrum, til
að hagnýta einhverja framför (t. d. í samgöngum, verzl-
un, iðnaði o. s. frv.) vex eftirspurnin og aðsóknin að
þeim stað jöfnum höndum, þar til ekki er betra að kom-
ast af þar en annarsstaðar og jafnvægi komið á. En þeir,
sem landið liafa átt á þessum stað, nota sér aðsóknina
til að okra á landinu, hvort heldur er með sölu eða
leigu. þeir leggja með öðruni orðum skatt á menn fyrir
að dvelja þar.
Af þessum orsökum er það, að »grunnar« eða lóðir í
stórbæjum, ög í kringum þá, lönd méðfram járnbrautum
— eða jafnvel þar sem a að leggja járnbraut — o. s.
frv., fara í það geipiverð, sem raun er á, og ekki á
nándarnærri skylt við þau frjómögn eða upphaflegu nátt-
úruskilyrði, sem í landinu búa.
Það var þessi sjálftekni »skattur« landeigendanna, sem
kom George til að álykta, að úr því menn legði frívilj-
ugir eða sjálfráðir á sig slíkan skatt fyrir að búa frekar
á þessum stað en hinum, þá væri sanngjarnara að krefja
slíkan skatt inn í fjárhirzlu hlutaðeigandi ríkis eða hér-
aðs, heldur en láta hann renna Lvasa einstakra manna.
F*að verð, sem Iandið fengi vegna vaxandi ejtirspurnar
yæri hvort sem er einkis eins manns verk, heldur væri