Réttur


Réttur - 01.07.1917, Page 57

Réttur - 01.07.1917, Page 57
bjóöjarðasala og landldga 59 að víðasthvar þar sem þeir hafa komizt á, vilja menn ekki heyra breytingu á því nefnda á nafn, og jafnvel landeigendurnir sjálfir eru ánægðir með tilhögunina, en það mun meðfram stafa af því, að sérstök aðsókn hefir orðið að þessum bæjum eftir breytinguna. Þá er eftir að athuga, hvernig slík skattálöguaðferð á við hér á landi. Því verður ekki neitað, að hvað atvinnuvegi og ýmsa landshætti snertir, er svo margt í bernsku hér, eða hefir verið fram á síðustu ár, að öfgar þeirrar auðsskiftingar- stefnu, sem vakið hefir þessa skattálöguhreyfingu, eru ekki eins bersýnilegar og í útlöndum, og því getur orð- ið erfiðara að sannfæra menn um nauðsyn hennar og réttlæti, jafnvel þótt hverjum glöggum manni ætti ekki að geta dulizt, að stefnan er hin sama hér og annars- staðar. En af því skemmra er á veg kómið, þá virðist nauðsynin til breytinga ekki eins brýn, og þess er enn- fremur að gæta, að ýmsar afleiðingar hinna breyttu at- vinnuvega eru ekki komnar svo fram í landverðinu, eins og gengi þeirra svarar til, en það er af því að landrým- ið er nóg, móts við eftirspurnina. Gæti það leitt til þess, að með snöggri skattabreyt- ingu þætti ýmsum stórum atvinnurekendum of mjög hlíft við álögum. Má þar helzt geta til um ýmsa stóra útvegseigendur. Myndi þeir bera tiltölulega Iitla skatta með því móti, meðan ekki kreppir svo að um útvegs- stæði, að það land, sem þeir þurfa á að halda til bygg- inga og annara afnota, sé alstaðar komið í það verð, sem svarar til þess arðs, sem atvinnuvegurinn gefur. En þó nú við séum þeir lánsmenn, sem betur fer, að hin óholla auðsskiftingarstefna, sem að framan er lýst, sé ekki komin í algleyming hér, þá rýrir það ekki gildi né réttmæti þess skattaskipulags fyrir okkur, sem bent hefir verið á, úr því engum þarf að dyljast, hvert stefnir. Er betra að mæta henni með viðeigandi vörnum áður en hún kemur nær garði — áður en hún nær að ríða hús-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.