Réttur


Réttur - 01.07.1917, Page 59

Réttur - 01.07.1917, Page 59
Þjóðjarðasala og landleiga 61 að sjá hvaða niðurstöðu yfirstandandi fasteignamat gef- ur. Fyrsta mat er að sjálfsögðu erfiðast, en jafnframt því, sem það gefur talsverða undirstöðu undir mat með sérstöku tilliti til slíkrar skattabreytingar, þá skýrast smám- saman- hugmyndir manna um skilyrðin fyrir góðri nið- urstöðu á slíkum matsgerðum. Hefir sú orðið reynslan annarsstaðar, þar sem slík möt hafa farið fram, að hið félagsmyndaða landverð er hinn augljósasti og auðveld- asti skattstofn sem hugsast katin, þegar á annað borð er búið að átta sig á þeim grundvallarreglum, sem fram á að fylgja. Hefi ég þar meðal annars fyrir mér eigin orð eins manns úr yfirmatsnefnd þeirri, er fjallar um yfir- standandi mat á öllum jarðeignum í Danmörku, einmitt í þessu skyni. Er þaðan mikilla breytinga að vænta í skattaskipulagi á næstu árum. Pví er ekki að neita, að hér er um margt erfiðara að framkvæma slíkt mat, en þó verður það ekki aðalþrösk- uldur þessa máls, ef að líkindum lætur. Jón Gauti Pétursson.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.