Réttur


Réttur - 01.07.1917, Page 60

Réttur - 01.07.1917, Page 60
(arðarleiga og leiguliðakjör. Við íslendingar höfum alla tíð fengið orð fyrir að vera söguelskir, enda munu fáar þjóðir þekkja sögu sína bet- ur en við gerum. Og þó eru enn mörg söguatriði lítið rannsökuð og lítjð þekt af öllum þorra manna„ Pví miður er eg, sem rita þessa grein, enginn sögu- maður, þess vegna birtist hér engin söguleg heild, held- ur molar á víð og dreif. En eg vona að mörgum séu þeir molar lítt kunnir, og nokkrir liafi þeirra ánægju. Eg lít svo á, að náin þekking á kjörum bœnda, bœði i fortið og jramtið, ásamt glöggum skilningi á staðhátt- unum, sem skapa kjörin, se' sú undirstaða, sem allir verða að afla sér, vilji þeir hugsa eitthvað um endurbœtur á einhverju þvi, sem skapar lifskjörin, en það verða allir að gera, sem haja kosningarrétt. Með þessari grein vildi eg leggja lítinn skerf til þess að menn kyntust meira kjörunum, og stuðla að því, að menn hugsuðu sjálfstætt um endurbætur á þeim. Strax og lartdið bygðist, mynduðust í því tvær stéttir bænda. Annars vegar voru þeir, sem námu löndin — slóu eign sinni á þau — en hins vegar voru hinir, sem af náð fengu að stofna bú í þeim löndum, sem aðrir höfðu numið. Hinir fyrtöldu urðu strax sjálfseignarbænd- ur, en hinir síðarnefndu urðu leiguliðar eða landsetar landnámsmannanna. Peir íengu rétt’til að nota ákveðinn hluta af landi landnemans, en urðu að kaupa þennan

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.