Réttur


Réttur - 01.07.1917, Side 71

Réttur - 01.07.1917, Side 71
Jarðarlciga og leiguliðakjör 73 lækkað í verði en Hringver ekki. Nei, slíkt kemur ekki til nokkurra mála, heldur hefir Garðakots ábúandinn ver- ið innundir hjá jarðardrotni og getað þrýst afgjaldinu niður, meðan Hringversbóndinn hefir ekki verið þess megnugur. Síðan lækka leigur beggja, og um 1800 er Garðakot leigt hærra en Hringver. Væri það nú íétt að leigan færi eftir jarðargæðúm, eða sannvirði jarðanna, sem er hið sama, þá hefði Hringver á 14. öld átt að vera betra en Garðakot, en Garðakot á 19. öld átt að vera betra en Hringver. Nú hefir hvorug jörðin breyzt, og er þá auð- sætt að í þessu tilfelli fer jarðarleigan ekki eftir jarðar- gæðunum. Og þetta.dæmi er ekki einsdæmi. Skýrslan er full af slíkum dæmum og hljóta allir að reka augun í þau. Aj þessu er ijóst, að jarðarleigan fer als ekki ejtir gœðum jarðanna eða sannvirði. En eftir hverju fer hún þá? Pað er aðatlega tvent, sem hér kemur til greina, og á- kveður jarðarleiguna og það er: 1. Jarðnæðisþörfin eða eftirspurnin eftir jarðnæði. 2. Geðþótti jarðeiganda. Málshátturinn segir: »neyðin kennir naktri konu að spinna« og sannast hann hér. Þegar marga eða nokkra vantar jarðnæði, bjóða þeir hver í kapp við annan, og verða að sætta sig við þá kosti er jarðareigandi setur eða vera jarðnæðislaus. Og undir slíkum kringumstæðum skapar geðþótti jarðeiganda leiguna. Hann getur þá sett hana »helming allra heyja, sem heyjuðust á jörðinni, þurkuðumog heimfluttum,« eins og Viðeyjarklaustur gerði við Blikastaðabóndann á 14. öld, eða 4 kýr eins og Reyni- vallaklaustur gerði við Páfastaðabóndann um 1300 (sú jörð var keypt 1'907 af núverandi ábúanda, en áður borg- aði hann í landsskuld 180 kr.) eða 4 kýrverð eins og Hólastóll gerði við Miklhólsbóndann um 1500 og s. frv. (landskuld á 19. öld 6 gemlingar). Petta hafa jarðeigendur þráfaldlega notað sér, og má

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.