Réttur


Réttur - 01.07.1917, Side 74

Réttur - 01.07.1917, Side 74
76 Réttur þær ábúandi. Frá 20. öldinni þekki eg 2 dæmi um þetta síðasta, og gæti nafngreint bæ og alla aðila. Og það, sem þá þarf að gera, til að bæta kjör leigu- liðanna, er fyrst og fremst það, að fyrirbyggja að leigan geti orðið ósanngjarnlega há. Og þessa er líka þörf til þess.að fyrirbyggja að einstaka jarðir vegna þessa legg- ist í auðn, því það er þjóðarhagur að landið sé notað sem bezt. Og þá er líka þörf á því, að fyrirbyggja að einstaka jarðir verði níddar með því að leggja þær und- ir aðrar og hálfnytja þær. Alt þetta verður þeim Ijóst, sem athugar kjör leiguliða og þegar það er orðið Ijóst, verður að leita að ráðunum sem lækni. En um þau ætla eg ekkert að segja. Jarðarafgjaldið var borgað í ýmsu, en í skýrslunni er það, vegna samanburðarins, alt lagt í hundrað (á lands- vísu). Sem sýnishorn af því, í hverju jarðarafgjaldið var goldið, má geta þess, að árið 1388 átti Hólastóll 124 jarðir. í landskuld eftir 122 þeirrá fékk staðurinn árlega þetta: 969/2o hundruð í vaðmálum. 863/2o — - hafnarvoðum. 19 J<ýr. 8 naut. 230 aura virði í óákveðnum skepnum. 5 fullorðna sauði. 12 kúaeldi. 18 nautaeldi. 162 lambaeldi. 1292 hundrað í óákveðnum eldum. 398/io — - vöru (matvöru). 11 >/2 vætt snijörs. 103 vættir skreiðar. 2 mælihlöss töðu. 100 álnir rekavið til húsabótar. (Af þeim 122 jörðurn, sem þetta afgjald var af, eru nú, árið 1917, 18 í eyði.)

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.