Réttur


Réttur - 01.07.1917, Síða 76

Réttur - 01.07.1917, Síða 76
78 Réltur skams tíma, og helzt enn þar sem prestar eru á »gömlu laununum«. Stundum áttu bændur að láta prestinn fá sinn hestinn af hvoru um sig, töðu og útheyi, stundum lambsfóður og stundum »vöndul af heyi af hverjum kapli er þeir heyjuðu«, og var það alt annað en lítið. Þegar það var í rýrðarsveit eins og t. d. Pönglabakkasókn, var það til- finnanlegt fyrir ábúendur. Lambstollurinn varð síðar að prestseldunum, sem allir þekkja, en lengi var hann að verða almennur. Fiskitollur varð víða mikill og almennur við sjóinn, mestur varð hann í Selárdal, en þar varð hann tíundi hver fiskur, sem á land kom. Víða varð hann '/2 væ*h en annarstaðar fjórðungur yfir vertíðina. Lýsistollurinn varð almennur, og frá honum stafa Ijós- tollarnir. Áður en hann var að lögum gerður, var hann mjög misjafn í hinum ýmsu kirkjusóknum landsins. Enn ber þess að geta, að prestar og klausturhaldarar fengu oft þá bændur, sem áttu jarðir sínar, til þess að lofa að „gefa“ kirkjunni eða klaustrinu ákveðið á ári hverju. Þetta var í raun og veru nokkurskonar lands- skuld, • og þegar einhver var t. d. búinn að lofa því, að frá þessarr umræddu jörð skyldi klaustrinu árlega verða gefið t. d. 1 ær, þá var það orðin kvöð á jörðinni, sem svo fylgdi henni framvegis. Sem dæmi þessa má t. d. nefna, að árið 1330 fékk kirkjan á Breiðabólsstað í Fljótshlíð þessar gjafir, og voru það alt árlegar gjafir, eða nokkurskonar ítök, sem hún átti í jarðirnar. Frá Kirkjulæk ]h vætt matar og fullorðinn sauð. — Laugagerði, á loðna og lembda og aðra geldá og snögga. — Lambey, á gelda. — Uppsölum, gelding tvævetra og hálfa mörk silfurs. — Ey, sama. — Fjallastöðu, gelding gamlan og osthleif. -r- Skarði, sauð tvævetran og osthleif.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.