Réttur - 01.01.1957, Side 2
2
RÉTTUR
sem nota til hins ýtrasta fjármagn sitt og svífast hvorki lýð-
skrums né skemmdarverka til þess að spilla fyrir ríkisstjórninni
og nota sér hvert hik og hvern bilbug stjórnarliðsins til þess að
reyna að eyðileggja samstarfið innan frá og utan. Nú á verklýðs-
hreyfing í stjórnaraðstöðu því í höggi við harðskeyttustu fram-
sveit braskaranna, sem reynir að hrifsa til sín forustu fyrir öllum
atvinnurekendum og millistétt, — og reynir að kljúfa verkalýðinn
með kommúnistagrýlu að Hitlers hætti. Þessa framsveit íhaldsins
hafði dreymt — og dreymir enn — um að skapa alræði brask-
aranna á íslandi, en nú heyr hún varnarbaráttu í því skyni að
halda þeim völdum, er hún þegar hafði, — og harkan og slægð-
in í baráttu þessarar yfirstéttar er í samræmi við það. Hún mun
því láta kné fylgja kviði, ef henni tekst enn að deila verkalýðn-
um og drottna á ný yfir landinu — Þetta þarf íslenzk verkalýðs-
hreyfing að gera sér fyllilega Ijóst. Með myndnn vinstri stjórnar
hefur hún kastað teningunum. Tilraunin verður að takast.
Það er nauðsynlegt fyrir alþýðu að rifja upp, hver verið hefur
valdpólitískur aðdragandi þess að vinstri stjórn var mynduð.
Árið 1954 tókst það samstarf milli Sósíalistaflokksins og vinstri
Alþýðuflokksmanna á Alþýðusambandsþingi, er hreif Alþýðu-
sambandið úr höndum afturhaldsins og tryggði íslenzkri verka-
lýðshreyfingu aftur tökin á þessum sterkustu samtökum sínum.
En þau eru það vald, sem úrslitum getur ráðið í íslenzku þjóðlífi,
ef þau standa einhuga undir góðri forustu.
1955 urðu með verkfallinu mikla hörðustu átök milli auð-
valds og sameinaðs verkalýðs íslands, sem fram höfðu farið um
langt skeið. Auðvaldið kaus að gera það verkfall að aflraun um
styrkleika stéttanna — 0g tapaði. Verkalýðssamtökin sýndu sig að
vera sterkasta valdið í landinu, en þau stóðu þá heilsteypt undir
styrkri, samhentri forustu.
Fram að verkfallinu í marz 1955 hafði auðvaldinu tekizt með
vægðarlausri beitingu ríkisvaldsins með gengislækkun og fleiri
ráðstöfunum að rýra kaupmátt launanna þannig að kaupmáttur