Réttur - 01.01.1957, Síða 3
RÉTTUR
3
tímakaupsins var í marzbyrjun 1955 20% lægri en 1947, þótt
ekki væri tekið tillit til húsaleigubreytinga. En húsaleigan hafði
víða í Reykjavík tífaldazt frá 1947, meðan kaup hafði tvöfald-
azt. Með sigrinum í verkfallinu tryggði verkalýðurinn sér kaup-
hækkun, er nam 11%, en kjarabæturnar má alls reikna ca. 16%.
Auðvaldið svaraði með vægðarlausum verðhækkunum. Svar verka-
lýðsins hlaut að verða það að reyna að ná slíkum áhrifum á rík-
isvaldið, að ekki tækist að svifta verkalýðinn ávöxtum sigurs síns
með slíkum aðferðum. Og þessvegna hafði Alþýðusambandið
1956 forgöngu um að reyna að koma á allsherjar samstarfi vinstri
flokka fyrir kosningar og síðan um myndun Alþýðubandalags-
ins, er allsherjarsamstarf ekki tókst.
21. júlí 1956 er svo vinstri stjórnin mynduð með tilstyrk sam-
einaðrar verkalýðshreyfingar, sumpart til varnar verkalýðshreyf-
ingar, sumpart til varnar gegn því, sem yfir verkalýðinn hafði
dunið, ef afturhaldsstjórn hefði verið mynduð, — sumpart sem
grundvöllur til sóknar fram til betri lífskjara en þeirra, er verka-
lýðurinn hafði orðið að búa við síðasta áratuginn.
Hvað er það, sem hefði skeð, hefði Morgunblaðsliðið, hinir
ofstækisfullu kommúnistafjendur, sem nú setja soramark sitt á
áróður og pólitík íhaldsins, myndað afturhaldsstjórn eftir kosn-
ingarnar 1956?
Slík afturhaldsstjórn hefði í fyrsta lagi lækkað gengið, sett
dollarann úr 16.32 kr. upp í 25 kr. slík gengíslœkkun hefði brot-
ið niður alla trú almennings á sparifjármyndun, skapað tryllt
kapphlaup um hverskonar fjárfestingu, eyðilagt allan heilbrigðan
grundvöll efnahagslífs í landinu — og svo stórum rýrt Jífskjör
verkalýðsins, því slík afturhaldsstjórn hefði fylgt gengislækkun
eftir með kaupbindingu. Slíkt er þeim launþegum, sem í dag heyra
loforð íhaldsins um kauphækkun, hollt að hugleiða. Og kaup-
bindingu hefði verið fylgt eftir með stofnun innlends hers, sem
enn er aðaláhugamál Bjarna Benediktssonar, eins og ræða hans
í Norræna félaginu í Helsinki í febrúar 1957 staðfesti, — m. ö.