Réttur - 01.01.1957, Qupperneq 5
RÉTTUR
5
á 8 árum keypt 5000 nýja bíla en engan togara til viðbótar þeim
er fyrir voru.
Og það þarf þjóðin að muna að allir gjaldeyriserfiðleikar, sem
hún nú býr við, stafa fyrst og fremst af því fyrirhyggjuleysi og
stjórnleysi auðmannastéttarinnar og fyglifiska hennar síðustu 8
ár að vanrækja eflingu útflutningsframleiðslunnar, sem lífskjör
þjóðarinnar fyrst og fremst byggjast á. Skilyrði þess að vinstri
stjórnarstefnan takist er því skjót útvegun atvinnutækja, einkum
í þeim þrem landsf jórðungum, sem auðvalds, og hernámsþróunin
á Islandi hefur ógnað með eyðingu. Og skilyrði slíkrar öflunar
fiskiskipa eru góð erlend lán nú þegar.
A sviði félagslegs réttlætis, menningar og bættra lífskjara al-
þýðunnar bíða mikil verkefni, eftir að öll lífskjör, almannatrygg-
ingar og félagsleg réttindi almennings höfðu látlaust verið rýrð.
Á sviði þjóðfrelsisins bíður hið mikla verkefni að aflétta her-
náminu og losa ísland úr fjötrum hernaðar- oð stórveldastefnu.
Orlög ríkisstjórnarinnar eru undir því komin að unnið sé á öll-
um þessum sviðum af þeim stórhug og bjartsýni, er hrífur fólkið
með, og af þeim skilningi á því, hver eru höfuðatriði í að byggja
upp heilbrigt og fjölskrúðugt atvinnulíf, er staðið geti undir batn-
andi lífsafkomu fólksins. Yerkalýðssamtökin hafa gagnvart byrj-
unarerfiðleikum ríkisstjórnarinnar sýnt slíka hollustu og ábyrgð-
artilfinningu að góðu spáir um samstarfið frá þeirra hálfu. Og
ríkisstjórnin hefur með því að hindra að gengislækkunarleiðin væri
farin og með aðgerðum sínum í verðlagsmálum, sjávarútvegsmál-
um og húsnæðislöggjöf sýnt sinn góða vilja. Og er þó öllum
aðilum ljóst að hér er aðeins um byrjun á miklu og erfiðu verki
að ræða.
Einmitt sökum þess að vinstri stjórnarsamvinnan verður að
vera framleiðslusamstarf, ef hún á að takast, er öllum aðilum
hennar nauðsynlegt að gera sér ljóst, hverjar hætturnar eru, sem
yfir henni vofa, og hvaða innbyrðis erfiðleikar í samstaríinu það
eru, sem nauðsynlegast er að yfirvinna.