Réttur - 01.01.1957, Side 6
6
BÉTTUR
Jafnframt verður svo að reikna raunsætt með því, hverskonar
afl auðmannastéttin íslenzka og tæki hennar, Sjálfstæðisflokkur-
inn, er með þeirri forustu og stjórnmálastefnu, sem þar hefur
orðið ofan á. Það er greinilegt að Morgunblaðsliðið, hinn forni
nazistiski armur Sjálfstæðisflokksins, ræður nú öllu í flokknum.
Þess vegna er and-komúnisminn að fyrirmynd Hitlers orðin að-
alstefna flokksins, — og það myndi þýða, ef flokkurinn kæmist
til valda á ný, gengislækkun, kaupbindingu og ríkisher gegn al-
þýðu. Þessvegna einbeitir flokkurinn sér líka að baráttu fyrir ævar-
andi hernámi og sem allra nánastri samstöðu með ameríska auð-
valdinu. Og jafnframt er svo, að hætti þýzku nazistanna, einskis
svifist í lýðskrumi til þess að reyna að blekkja til sín fylgi: Verka-
mönnum er lofað að þeir skuli fá kauphækkun, atvinnurekend-
um er lofað, að þeir skuli fá kauplækkun, því atvinnureksturinn
beri ekki hið háa verkamannakaup, —almenningi er lofað lægri
vöxtum af íbúðalánum, en bönkunum er sagt að ekkert skuli rýrt
af þeirra gróða, bændum er lofað hærra afurðaverði, neytendum
lægra verði o. s. frv. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gerzt hinn ame-
ríski auðvaldsflokkur á íslandi og einbeitir sér nú að því einu að
ná völdum á ný, með hverjum hætti sem það svo tekst. Og þá
yrðu kné látin fylgja kviði gagnvart íslenzkri alþýðu og íslenzku
þjóðfrelsi. Það er Suður-Ameríkuleiðin, sem núverandi forusta
Sjálfstæðisflokksins hefur valið: Það að gera Island að amerísku
leppríki, þar sem alþýðan sé kúguð á friðartímum, en þjóðin Iögð
í hættu algerrar útrýmingar, amerískum mammon til heiðurs,
ef til styrjaldar skyldi koma.
Vinstri stjórnin og flokkar hennar þurfa að samstilla stefnu sína
alþýðu landsins til framdráttar og til baráttu gagnvart þeirri
sameiginlegu hættu, er yfir alþýðunni og þjóðinni vofir. Verka-
lýðshreyfingin er það bjarg, er ríkisstjórnin byggir á. Molni veru-
lega utan úr því bjargi, springi það eða klofni, er stjórnin fallin.
Það þarf vinstri samsteypan öll að gera sér ljóst — og það gerir
i