Réttur - 01.01.1957, Side 8
8
RÉTTUR
Það mun kosta langa og erfiða baráttu og dýrkeypta reynslu
innan vinstri flokkanna að skilja nauðsyn þess að reka slíka
pólitík, sem hér er rædd, og það eru margháttaðir erfiðleikar á
slíku, ekki sízt með tilliti til ábyrgðarlausrar og vægðarlausrar
stjórnarandstöðu eins og Ihaldsins. En alþýðustéttunum verður að
skiljast, að einmitt svo víðsýn og framsýn pólitík sem þetta er
þeim lífsnauðsyn.
En til þess að alþýðustéttir fái yfirleitt tækifæri til þess að
Iæra að reka slíka pólitík, þá þurfa þær að læra að standa svo
saman um stjórnarstefnuna, — og gera stjórnarstefnuna svo vin-
sæla af almenningi, — að stjórnin fái setið til frambúðar og njóti
vaxandi vinsælda, en falli ekki á innbyrðis sundrungu og óvinsælli
pólitík.
Og það er höfuðskilyrði fyrir lífi og framhaldi stjórnarinnar
nú, að takast megi að vinna bug á þessum innbyrðis erfiðleikum.
Og þá er það fyrst og fremst tvennt, sem verður að gerast:
7 fyrsta lagi: Hin langvarandi brœðravíg milli Alþjðuflokksins
og Sósíalistaflokksins, innan verkaljðshreyfingarinnar og utan,
verða að hæita. Alþjðuflokkurinn og Alþjðubandalagið, sem nú
sitja saman í ríkisstjórn, verða að koma á sín á milli samstilltu
samstarfi. Verkaljðsflokkarnir, verkaljðshreyfingin og allir, sem
samstöðu eiga með henni, þurfa að koma fram sem einn aðili í
kosningum, með sameiginlega stefnuskrá í innanlandsmálum og
rökræða hreinskilnislega þann ágreining, sem er í utanríkismálum,
með virðingu fyrir hvers annars skoðunum, en láta hann ekk.i valda
slitum■■ á samstarfinu um hagsmunamál íslenzkrar alþjðu. Þetta
er allt að vísu erfitt, en það er hægt að gera það og það verður
að gerast, ef íslenzkri alþjðu á að vegna vel og íslenzk þjóð að
eiga bjarta framtíð.
í öðru lagi: Það verður að skapast gagnkvæmur skilningur og
virðing á afstöðu hvors annars milli bænda og verkaljðs. Sér-
staklega verður að skapast hjá Vramsóknarflokknum, sökum þess
hlutfallslega mikla þingvalds, er hann hefur vegna ranglátrar
Á