Réttur - 01.01.1957, Side 9
RÉTTUR
9 •
kjördæmaskipunar, meiri skilningur á lífsþörfum kaupstaðanna og
fólksins, sem í þeim býr. Það búa andstæð öfl í þeim flokki, hug-
sjónir samvinnustefnunnar og ungmennafélagsskaparins lifa enn
í brjóstum margra, en þröngsýni, sem kreppuárin mótuðu, drottn-
ar hjá öðrum. Þess er oft þörf að rifja upp það, sem forvígismað-
ur flokksins, Jónas frá Hriflu, reit við stofnun Framsóknar sem
vinstrimannaflokks 1918: „Þó að vinstrimannaflokkurinn spretti í
skjóli bændaflokkanna, getur hann engan veginn orðið AGRAR-
flokkur. Þröngsýnir og smásálarlegir bændur og sveitavinir geta
ekki átt þar heima. Þeir lenda sjálfkrafa í fylkingarbrjósti hægri-
mennskunnar(Réttur: Nýr landsmálagrundvöllur. 1918, bls.
33). Og svo verður að gæta hins, að hin miklu verzlunarfyrirtæki
Sambandsins hafa ekki farið varhluta af spillingaráhrifum auðs-
ins, sem raunar eitra inn í sjálfa verkalýðshreyfinguna, og þessi
auðspilling ógnar öllu voru þjóðlífi og þjóðmenningu, ef þeim
er ekki með markvissri stjórnarstefnu markaður bás og stefnt að
útrýmingu þeirra úr þjóðfélagi voru.
Það þarf mikla endurvakningu stórra þjóðfélagshugsjóna og
skilningsríka og umburðarlynda einingu sterkra þjóðfélagsafla
til þess að gera vinstristjórn á Islandi að þeirri vinsælu og sterku
stjórn alþýðu og millistétta, sem hún þarf að verða til að hún geti
átt líf fyrir höndum. En þetta mikla verk verður að vinnast.
En íslenzk alþýða mun ekki láta þar við sitja að verjast þeim
áföllum, er hún hafði hlotið af íhaldsstjórn, né að hrinda þeim
stefnumálum stjórnarinnar í framkvæmd, sem þegar er samið um.
Islenzkar alþýðustéttir munu stefna hærra, þegar þær loks hafa
sameinazt um að stjórna landi sínu. Þær munu stefna að því að
gera Island að því farsældar Fróni fyrir öil þess börn, sem það hef-
ur alla þjóðfélagslega möguleika til að vera, — að landi félags-
legs réttlætis, og djarfra, fyrirhyggjusamra framkvæmda, þjóðfé-
lagi fagurrar menningar og raunhæfs frelsis. Þær alþýðustéttir,
sem nú hafa sameinazt um ríkisstjórn, hafa allar forsendur til
þess að láta á næstu árum og áratugum þær draumsjónir um