Réttur - 01.01.1957, Side 10
10
RÉTTUR
ísland framtíðarinnar rætast, sem brautryðjendur þjóðfrelsisins
sáu í hyllingum 19- aldar, — Þær hugsjónir um þjóðfélag hins
vinnandi manns, er blöstu við forvígismönnum sósíalismans og
samvinnuhreyfingarinnar er þeir hófu að ryðja þá braut er vér
höfum hingað til fetað.
Fyrsta skilyrðið til þess að alþýðunni takist að gera þessar
draumsjónir að veruleika er, að vér íslendingar ráðum sjálfir
og einir landi voru, en ekkert erlent vald geti sagt fyrir um það,
hverjir skuli stjórna Islandi og látið Islendinga hlýða sér.
Arið 1281varð herra Loðinn leppur við það mjög heitur, að
búkarlar á íslandi gerðu sig svo digra, að þeir hugðu að skipa
lögum á íslandi, þeim sem konungur einn saman átti að ráða, —
að hans áliti. Á árunum 1947 til 1956 skipuðu amerískir auð-
kóngar fyrir um, hverjir flokkar mættu vera í stjórn á íslandi og
hverjir ekki. Á árinu 1956 gerðist það, að íslenzkir „búkarlar”
til sjávar og sveita tóku í eigin hendur að skipa svo stjórn sem
þeir vildu vera láta, án þess að hirða um auðkóngaboðskap.
Amerískir auðkóngar hafa orðið af þessu heitir og Morgunblaðs-
liðið linnir ei látum, að þeim sé hlýtt og þeir fái að ráða, hverjir
stjórni Islandi. Loðnir leppar segja til sín enn sem á 13. öld.
Á áratug Marshalláhrifanna skipuðu amerískir auðkóngar fyrir
um, hvert skyldi vera gengi íslenzkrar krónu, hvort íslendingar
mættu vera frjálsir að því að byggja hús, hvar Islendingar mættu
verzla í heiminum o. s. frv. Nú hefur þetta vald amerískra auð-
drottna yfir íslenzkum stjórnmálum verið brotið á bak aftur. Þau
samtök, er við alþýðustéttirnar styðjast, ráða nú sjálf íslenzkum
stjórnmálum, eftir því hvernig þau koma sér saman og hve vitur-
lega þau stjórna. — Hitt er svo annað og alvarlegt mál, að enn
er amerískur her á íslenzkri grund og að því verður að vinna
bráðan bug að fá hann brott samkvæmt ákvörðun þings og þjóðar
vorið 1956. Og svo mikið er víst, að strax og þau samtök, er að
stjórninni standa, eru einhuga um að framkvæma þá ákvörðun,