Réttur - 01.01.1957, Blaðsíða 12
12
RÉTTUR
fangar vitlauss skólalærdóms, né aumingjum, sem ekki þora fyrir
Ameríkönum að efla þau viðskipti, takast að brjóta þennan horn-
stein afkomuöryggis íslendinga.
En jafnframt er það höfuðskilyrði alls efnahagslegs velfarn-
aðar þjóðarinnar í framtíðinni að atvinnulíf henar sé vel skipu-
iagt með almenningshag fyrir augum, þannig að f járfestingunni sé
beinlínis ráðstafað í þá atvinnuvegni þar sem afköst á mann eru
mest og markaðir öryggir. Fénu verður að verja í skapandi fram-
leiðslu, en ekki til að ofhlaða þá yfirbyggingu þjóðfélagsins, sem
vinnandi stéttirnar verða að standa undir, eins og gert var 1949 —
56. Og samfara slíkum áætlunarbúskap, er beini fjármagni og
vinnuafli inn á réttar brautir, er óhjákvæmilegt að gera slíkar
breytingar á kjörum manna, að vinnuaflið streymi til þeirra fram-
leiðslugreina, er bera þjóðfélagið uppi: sjávarútvegsins fyrst og
fremst, því brotni sá grundvöllur sökum mannfæðar, hrynur allt
hitt á eftir.
Þess ber þó vel að gæta þótt íslenzk alþýða leggi höfuðáherzlu
á sköpun áætlunarbúskapar og eflingu sjávarútvegs og stóriðju
í opinberri eigu, til þess að firra þjóðina hættum atvinnuleysis og
kreppu og setja raunhæfan grundvöll undir batnandi lífskjör henn-
ar, þá má hún ekki vanrækja að efla þá þætti þjóðarbúskaparins,
sem ekki eru ríkisins: annarsvegar einkareksturinn, því lífsnauð-
syn er að hafa gott samstarf við þá atvinnurekendur í sjávarút-
vegi og iðnaði, er efla vilja framleiðslu, — og svo hinsvegar
samvinnureksturinn, því hann er sjálfur samtök alþýðunnar og
verður snar þáttur í sjálfri framkvæmd sósíalismans, þegar hann
er rekinn með hagsmuni fólksins fyrir augum og kemst ekki undir
áhrif auðhringa eða skriffinna.
Þriðja skilyrðið er að jafnhliða þeirri aukningu atvinnutækja
og uppbyggingu þriggja landsfjórðunga, sem stjórnin hefur samið
um, sé hafizt handa um sköpun íslenzkrar stóriðju í krafti ís-
lenzkra fossa og jarðhita og það á næstu árum og sú stóriðja
sé í eigu þjóðarinnar sjálfrar. Þetta er óhjákvæmilegt til þess að