Réttur - 01.01.1957, Blaðsíða 17
RÉTTTJR
17
um stefnu íslenzku verkalýðshreyfingarinnar í alþjóðamálum.
Það er nauðsyn fyrir vinstri stjórn og stefnu á íslandi að þróunin
hér stefni í átt til slíks samkomulags. Og ef þróunin á að verða
slík hér heima, þá þarf hún einnig að ganga í átt til sátta og friðar
í Evrópu. Og við verkalýðssinnar á Islandi verðum að vinna að
því að svo verði, að því litla leyti, sem okkkur fáum og smáum
getur auðnazt að gera slíkt.
En til þess við getum gert slíkt, þurfum við að gera okkur í
hugarlund, hvernig líklegt er að þróunin verði í Evrópu, átta
okkur á hvaða þróun við teljum æskilega og síðan hver gæti orðið
okkar skerfur til þess að þær óskir mættu rætast.
II.
Það er um tvo möguleika að ræða varðandi þróun Vestur-
Evrópu.
Annar möguleikinn er sá að auðmannastéttum Frakklands, Eng-
lands og Vestur-Þýzkalands takist að halda völdum sínum áfram.
Það þýðir nýlendukúgun, eins og í Kenya, Kyprus og víðar, og
nýlendustríð, eins og í Algier og raunar Suez. Það þýðir vaxandi
tilhneigingar til fasisma, eins og þegar er farið að gæta í Frakk-
landi og Vestur-Þýzkalandi. Það þýðir versnandi lífskjör alþýð-
unnar, sökum óbærilegs herkostnaðar, — og af því leiðir vaxandi
landflótta og þjóðfélagslega hnignun. Allt leiðir þetta til almennr-
ar afturfarar í þessum löndum. Afleiðingin af áframhaldandi völd-
um auðhringanna í þessum löndum yrði sú að Vestur-Evrópa, sem
lengst af hefur verið í fararbroddi á þróunarbraut mannkynsins
síðustu 1000 árin, drægist smámsaman aftur úr, yrði þjóðfélags-
lega útskagi, meðan meginlandi Asíu og Evrópu fleygði fram.
Hlutskipti Frakklands og annarra þessara fornu stórvelda, yrði þá
svipað og Spánar á 17. öld: almenn hnignun, sökum þess að
úrelt yfirstétt, sem runnið hafði sitt skeið, gerðist steingerfingur,
er megnaði að stöðva eðlilega rás þróunarinnar: Valdatöku al-
þýðu, líkt og aðall Spánar hindraði eðlilega borgaralega þróun