Réttur - 01.01.1957, Síða 19
RÉTTUR
19
og sú eining, sem þær að lokum myndu leiða til, er skilyrði allra
skjótra og stórfelldra þjóðfélagslegra framfara og friðar í tvrópu,
þótt hinu sé ekki að neita, að þróunin getur að vísu þokazt í rétta
átt undan þrýstingu klofinnar alþýðu, sem ei hefur völdin. En
stórstíg verður þróunin fyrst í rétta átt, þegar verkalýðshreyfing
þessara landa tekur höndum saman, því að þá tekur hún um leið
við forustunni, stjórnunum í þessum þjóðlöndum, — og það
þýðir fyrr eða síðar hina raunverulegu valdatöku alþýðunnar í
þjóðfélaginu. Stefnan sem alþýðan í öllum þessum löndum og
öll önnur lýðræðissinnuð öfl ættu að geta sameinazt um, er að
taka upp vináttu og vinsamleg samskipti við núverandi og fyrr-
verandi nýlenduþjóðir í stað undirokunar eða stríðs, — að aflétta
hernaðarútgjöldunum meir og meir af fólkinu og bæta í stað
þess lífskjörin, — tryggja öllum löndum í vesturhluta Evrópu
örugga markaði fyrir alla framleiðslu þeirra með viðskiptasamn-
ingum til langs tíma við sósíalistísku ríkin, Asíu- og Afríkulönd,
og útrýma þannig atvinnuleysinu og allri þeirri neyð, er því fylg-
ir. Vaxandi áhrif alþýðunnar á stjórnir þessara landa þýðir afvopn-
un og bann kjarnorkuvopna og stórbætt lífskjör og afkomuöryggi.
Það hlyti að verða stefna þeirra stjórna, er alþýðan styddi í
þessum löndum, að leysa upp hernaðarbandalögin og gera ríkin,
sem nú eru í þeim, hlutlaus, en auka á milli þeirra vinsamlegt
samstarf. Slíkt gæti byrjað með því hlutleysisbelti, sem nú er mikið
rætt um, — þar sem Svíþjóð, Austurríki og Júgóslavía eru enn
eyjar í Evrópu, en myndi fá heimssögulega þýðingu, þegar sam-
einað Þýzkaland og öll Norðurlönd bættust þar í. Og þegar hin
„smærri” ríki Evrópu, sem nú liggja sem hugsanlegur vígvöllur
milli risanna miklu, Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, — þegar
ríkisstjórnir alþýðunnar á því svæði, allt frá Englandi til Póllands,
frá Islandi til Grikklands, tækju upp hlutleysisstefnu og vinfengi
sín á milli, þá myndi hin gamla Evrópa, sem heiminum hefur
staðið ógn og áþján af, skipta um svip. I stað nýlendukúgara og
arðrænandi auðhringa kæmu fulltrúar alþýðusamtaka og frjáls-