Réttur - 01.01.1957, Blaðsíða 21
RETTUR
21
Með kjarnorkunni í þjónustu mannkynsins er hafin ræknileg
bylting, sem að áhrifagildi fer langt fram úr þeirri iðnbyltingu,
er skóp kapítalisma 19- aldar. Með hagnýtingu kjarnorku, raf-
eindaheila og hverskonar sjálfvirkni skapast möguleikar til þess
að framleiða allsnægtir, — og það þýðir eitt af tvennu, eftir því
hvaða skipulag verður á eign þessara tækja og hver ræður skipt-
ingu framleiðslunnar: Annaðhvort gegndarlaus auðsöfnun og
óhóf yfirstéttar, en atvinnuleysi með alþýðu, ef auðvaldsskipulag
hel2t og auðhringar fá að drottna yfir undratækjum þessum og
auðskapandi krafti þeirra, — eða allsnægtir þær handa öllu
mannkyni, sem beztu og framsýnustu hugsuði þess hefur dreymt
um, því þeir draumar myndu rætast, ef alþýðuvald ræður atóm-
orkunni og skipulag sósíalismans verður á eign þeirra tækja, er
skapa allsnægtirnar, og því einnig á úthlutun þeirra afurða, er
framleiddar eru með þeim.
Hvert leiðir auðvald, er hefur yfir að ráða atómorku, þær þjóð-
ir, er því væru ofurseldar? Gerum oss grein fyrir því:
1) Á efnahagssviðinu myndi þá sjálfvirknin óhjákvæmilega
skapa atvinnuleysi, eins og þegar er tekið að brydda á, þegar
sjálfvirkninni er komið á í bifreiðaiðnaði Bretlands. Það yrði
þjóðfélagslegt hyldýpi milli bess atómauðvalds, sem skapar sjálfu
sér óhófsaðstöðu með atómorkunni, og þess hluta verkalýðsins,
sem fleygt yrði út úr framleiðslunni.
2) Á stjórnmálasviðinu myndi slíkt ástand leiða til alræðis
auðhringanna, er atómorkunni réðu og tröðkuðu ýmist með
járnhæl ríkisvalds síns niður þá, sem risu upp gegn þeim, eða
spiltu svo hug og hjarta mannanna með sjónhverfingum áróð-
ursvélar sinnar að einnig mannssálin yrði sem sjálfvirk vél í þjón-
ustu þeirra. Og tákn þess eru þegar ófá að auðspilling og óþrot-
legur forheimskunaráróður geti gert menn að slíkum umskipt-
ingum. Og minnast megum vér þess er slík þjóð sem hin þýzka
var sem í álögum áróðurs Hitlers og hvað af hlauzt.