Réttur - 01.01.1957, Side 22
22
RÉTTUR
3) Og afleiðing þessa gæti orðið að samvizkulausir glæfra-
menn innan yfirstéttarinnar hleyptu af stað atómstríði. Mann-
kynið ætti slíka ógn í sífellu yfir höfði sér: útþurrkun menningar
og jafnvel alls mannkyns í stað allsnægta og frelsis, er ella bíður
vor.
Þjóðirnar verða að horfast í augu við þá hættu að leið auð-
valdsins liggur til þessa hyldýpis.
Það fer vart hjá því að þær þjóðir, er kynni hafa nú þegar
af sósíalistískri verkalýðshreyfingu, geri sér þessa hættu Ijósa og
velji hina leiðina, leið sósíalismans — og mun ég ræða það nán-
ar. En hætta er á að Bandaríkin verði áfram í helgreipum atom-
auðvalds, er hinn gamli heimur gengur leið sósíalismans. Og fari
svo, verður að ráða fram úr þeim mikla vanda hvernig atomauð-
valdi Ameríku verði helzt haldið í skefjum.
En hvert leiðir þá sósíalisminn og atómorkan oss, ef sú leið
er gengin?
Alþýðuvöld í þjóðfélaginu og atómorkan þjóðnýtt, eins og
önnur einokunarfyrirtæki, leiðir á tiltölulega skömmum tíma í
háþróuðum iðnaðarlöndum til allsnægta og frelsis. Og til þess
að þessi tvö orð fái raunhæft, þjóðfélagslegt innihald og verði
ekki í eyrum manns aðeins sem hvellandi bjalla, þá skulum við
kryfja til mergjar, hvað þau þýða, hverskonar þróunarstig getur
skapað þau og það þýðir um leið að ræða nokkuð hugtök, sem
mest er um deilt meðal sósíalista í heiminum, og nokkur þau
fyrirbrigði, sem gefið hafa tilefni til margskonar heilabrota upp
á síðkastið.
Látum oss fyrst athuga efnahagsgrundvöllinn, er skapa skal,
síðan ríkisvaldið og frelsið.
Alþýðuvöld -|- atornorka = allsncegtir.
Þegar við sósíalistar í vesturhluta Evrópu ræðum þá leið, sem
vér munum ganga til sósíalismans, verðum vér að muna, að við