Réttur - 01.01.1957, Síða 23
RÉTTUR
23
lok þeirrar leiðar stendur sú hugsjón sósíalismans, sem kynslóðir
nú hafa séð í framtíðarhyllingum, lifað og dáið fyrir og hvergi er
enn orðin að veruleika: hugsjónin um frjálst, ríkisvaldslaust, alls-
nægtaþjóðfélag sameignarinnar. Það er þessi tíðum fjarlæga og
háa hugsjón, sem skóp eldmóð þeirra fátæku og vísu, er hófu
baráttuna og háðu hana, meðan erfiðast var. Það er þessi hugsjón,
sem nú er nær því að hægt sé að gera hana að veruleika en
nokkru sinni fyrr, ef vér aðeins hefjum hugann upp til hennar,
lítum til þess nálæga framtíðartakmarks, sem á að geta samein-
að alla sósíalista, þrátt fyrir hina harðskeyttu dægurbaráttu, sem
nú er háð. Það er það lag, er hreif oss unga, hinn heillandi hljóm-
ur, af landi framtíðarinnar, sem kafnar svo oft í harðskeyttri
stjórnmála- og valdabaráttu nútímans. Vér skulum minnast þess,
sem einn af mestu hugsjónamönnum 19- aldar, Krapotkin, sagði
um sósíalismann og aðrar slíkar stjórnmálahreyfingar: „Sérhver
reyndur stjórnmálamaður veit, að allar miklar stjórnmálahreyf-
ingar hafa haft stórkostleg, oft á tíðum fjarlæg, markmið, og
öflugustu hreyfingarnar voru sífellt þær, sem vöktu óeigingjarn-
astan eldmóðinn."
Sú hugsjón, sem vér erum að berjast fyrir er lokaskeið sósíal-
ismans, hið síðara eða æðra stig hans, eins og það er kallað í
marxistiskum fræðum. Um það segir Marx í „Athugasemdum
við Gotha-stefnuskrána": „Seinna á æðra stigi sameignarþjóðfé-
lagsins, eftir að þrældómsoki vinnuskiftingarinnar hefur verið
létt af einstaklingunum og mótsetningin milli andlegrar og lík-
amlegrar vinnu er úr sögunni, verður öldin önnur. Þá verður
vinnan ekki lengur ráðstöfun til að halda í sér lífinu, en þvert
á móti óhjákvæmilegasta þörf lífsins. Þá hafa einstaklingarnir
þroskað svo hæfileika sína á ölium sviðum, að framleiðslukraft-
arnir vaxa gífurlega og allir gosbrunnar hinna sameiginlegu auð-
æfa flóa yfir barma sína. Þá fyrst er hægt að víkka hinn þrönga
sjóndeildarhring hins borgaralega réttar og þjóðfélagið getur
letrað á fána sinn: Sérhver maður starfi eftir því sem hann hefur