Réttur - 01.01.1957, Side 24
24
RÉTTUR
hæfileika til, og beri úr býtum eftir því, sem þarfir hans krefja."
(Þýðing Brynjólfs Bjarnasonar í „Rétti" 1928).
Vér höfum nú þegar í hendi vorri að skapa þá orku og þau
tæki, er veita oss þessar allsnægtir, þar sem atómorkan er og
hinar sjálfvirku verksmiðjur, rafeindaheilar o. s. frv. Vér eigum
aðeins milli þess að velja, mennirnir, hvort „gosbrunnurinn" á
að verða gosbrunnur sameiginlegra auðæfa og allsnægta, eða
sú gos-súla elds og eimyrju, er eyðir mannkyni og menningu þess.
Það er nú hægt að skapa á næstu áratugum hjá stórþjóðum
þau framleiðslutæki og framleiða þá orku, er veitt getur mönn-
unum allsnægtir. Það er þá hið mikla hlutverk alþýðunnar í
slíkum löndum að koma á því skipulagi sameignar á þessum
undratækjum og orku, er tryggi að þau verði alþjóð til blessunar,
allir fái að njóta ávaxta þeirra, fátækt og skorti verði gersamlega
útrýmt, svo slíkt verði eftir nokkrar kynslóðir jafn framandi hug-
tak og mannát nú.
Það er hægt fyrir verkalýðsstéttirnar í vesturhluta Evrópu, í
þessum löndum, sem á undan öllum öðrum hófu iðnbyltinguna
á sínum tíma, að verða flestum fljótari að ná hinu æðra stigi
sósíalismans, skeiði sameignar og allsnægta, ef fljótt tekst svo
til, að eining náist þar meðal alþýðu, sósíalistar allir sameinist,
án tillits til þess hvað þeir kalla sig og alþýðan myndi sínar eigin
alþýðustjórnir í þeim löndum, sem auðvald enn ræður. Það er
greinilegt að stórveldastefna brezku og frönsku auðmannastétt-
anna er að bíða ósigur. Herði alþýðan nú sókn sína og sameini
klofnar raðir, þá er ekki langt framundan að alþýðustjórnir, studd-
ar meirihlutum þinga og þjóða þessara landa, taki við forustunni.
Fyrir rúmum 100 árum síðan hrópuðu höfundar sósíalismans
til verkalýðsins: Oreigar allra landa sameinizt! — I dag skrá jafnt
kommúnistar sem sósíaldemókratar þetta heróp á fána sína. I dag
syngja jafnt sósíaldemókratar sem kommúnistar sama alþjóðasöng-
inn „Fram þjáðir menn í þúsund löndum" með áskoruninni:
Internationalinn mun tengja strönd við strönd.
I