Réttur - 01.01.1957, Side 25
RÉTTUR
25
í dag þarf allur verkalýður Evrópu að lirópa til flokka sinna
og foringja: Sósíalistar allra landa, sósíaldemókratar og komm-
únistar Evrópu, sameinizt!
Heyri foringjarnir þessa áskorun, sem atomöldin ljær svo
mikinn alvöruþunga, þá fer ekki hjá því að þeim renni. einnig
blóðið til skyldunnar og þeir leiði sitt fólk út úr öngþveiti yfir-
standandi tíma fram til þess lands, þar sem alþjóð þarf ekki lengur
að óttast atvinnuleysi eða skort, né heldur ófrið og eyðingu
heimsbyggðarinnar af atómeldi.
Alþýðan, er hefði tekið við völdum í vesturhluta Evrópu, mundi
á skömmum tíma renna hið fyrra skeið sósíalismans á enda, það
skeið sem efnahagslega séð ber svo mörg merki hins borgaralega
þjóðfélags og réttar þess, ójöfnuðinn í launagreiðslum o. s. frv.,
— það skeið, sem enn er í sósíalistísku ríkjunum.
Með stórfelldri þróun atómorkunnar gæti því alþýða þessara
landa, með sósíalistísku skipulagi á aðalundirstöðum efnahags-
lífsins, á örskömmum tíma, jafnvel 2—3 áratugum náð síðara
skeiði sósíalismans, því stigi framleiðslutækninnar, er gerir þjóð-
félaginu mögulegt að veita öllum þjóðfélagsþegnum allsnægtir.
Eitt af því fyrsta, sem þessar alþýðustjórnin þyrftu að gera, er
að ná samningum um afvopnun. Það er skilyrði allra mikilla
þjóðfélagendurbóta í þessum löndum, því herkostnaðurinn, beinn
og óbeinn, er beinlínis að sliga þessar þjóðir. Og alþýðustjórnir,
— sósíalistískar, en á þingræðisgrundvelli, —hefðu líka góða
aðstöðu til þess að knýja slíkt fram. Þær gætu fljótlega skapað
hlutleysi og samstöðu flest-allra ríkja Evrópu, sem öll eru nú
smá samanborið við Sovétríkin og Bandaríkin. Upplausn hern-
aðarbandalaganna yrði fyrsta afleiðing slíks.
Slíkar alþýðustjórnir gætu talað jafnt við friðsama alþýðu
Sovétríkjanna, volduga ríkisstjórn hennar, tortryggna af biturri
reynslu, sem við herskátt og harðvítugt auðvald Bandaríkjanna,
um afvopnunina með von um algeran árangur, losað þessi voldugu
kjarnorkuveldi við óttann hvort af öðru. Þessi Evrópuríki standa