Réttur - 01.01.1957, Qupperneq 26
26
RÉTTUE
hvort sem er á milli þeirra og yrðu vígvöllur, ef þeim lysti sam-
an, — svo hverjum ber frekar að bera klæði á vopnin. — Sósíal-
istískar stjórnir þessara landa væru óháðar báðum, væru saman-
lagt mikið afl, er allir tækju tillit til, ef þær stæðu saman. Og
hvorugur aðili þyrfti að gruna þær um árásarhættu, er sjálfar
væru að afvopnast og allt ættu við það að vinna, en engu að
tapa. Og slíkar stjórnir ættu að njóta trausts hjá báðum þessum
stórveldum. Sósíalistískar lýðræðisstjórnir Evrópu myndu vera
vinsamlegar Sovétríkjunum, sem eru sósíalistísk eins og þær, —
og þær myndu einnig keppa að því að ná vináttu og skilningi
hjá auðvaldsstjórn Bandaríkjanna. Og það er ekki ólíklegt að
það tækist, því hinir vitrari og gætnari stjórnmálamenn Banda-
ríkjanna myndu álíta þingveldisskipulag þessara ríkja, er flest
myndu vafalaust veita stjórnmálaandstöðu fullt frelsi, að ýmsu
leyti skyld sínum stjórnarháttum, en hitt þó verða Ióðið á vogar-
skálinni að þegar gamli heimurinn hefði þróazt í þessa átt, þá ætti
auðvald Bandaríkjanna óvíða vini svo stjórnmálamenn þess
myndu áreiðanlega ekki hrinda frá sér þeim, sem það gæti eign-
azt, þótt öndverðir væru um þjóðfélagshætti.
Það myndi bæta fyrir margt brot þessara Evrópuþjóða, sem
íarið hafa báli og brandi, rænandi og myrðandi um heiminn síð-
ustu fimm aldir undir forustu aðals og auðvalds, ef þær undir
leiðsögn sinna alþýðustétta gerðust nú boðberar og brautrvðjend-
ur friðar og vináttu meðal þjóðanna, samtímis því, er þær sjálfar
ryddu braut til sósíalisma og sameignarskipulags með nýjum hætti.
Það ætti að vera stolt alþýðunnar í Vesturlöndum að vísa þessa
leið og fara hana fram til annars skeiðsins fyrr en aðrir.
Þar með værum vér aðeins að hrinda af oss slyðruorðinu, því
vissulega hefði alþýða Vesturlanda, — þeirra landa, er lögðu
fram þættina í hugsjón marxismans, — átt að ryðja brautina til
sósíalismans á undan öllum öðrum. Og það hefði verið auðveldara
einmitt fyrir þessar þjóðir en nokkrar aðrar, því þær höfðu búið