Réttur - 01.01.1957, Síða 28
28
RÉTTUR
megum vér allir, sem í alvöru viljum sósíalismann, minnast:
Hve margt af því, sem áskapað hefur sósíalismanum í Sovétríkjun-
um hörku hans og harmleika, hefðu sósíalistar Sovétríkjanna
ekki losnað við, ef vér á Vesturlöndum hefðum staðið oss eins og
menn og ekki látið auðvald, imperíalisma og fasisma vestanverðr-
ar Evrópu drottna yfir oss og níðast á þeirri fátæku alþýðu, er var
að reyna að byggja upp sósíalisma í sínum hrjóstruga jarðvegi,
og ráðast á hana með styrjöldum hvað eftir annað?
En sakir þess að sovétþjóðirnar hafa nú byggt upp sinn sósíal-
isma og frelsað með fórnum sínum og ásamt bandamönnum sín-
um heiminn frá fasismanum í síðustu styrjöld, þá getum vér sós-
íalistar í vesturhluta Evrópu, hvenær sem vér fylkjum alþýðu
þessara landa saman til að ná þar meirihluta á þjóðþingum með
bandalagsstéttum hennar, tekið að byggja upp sósíalismann eftir
okkar aðferðum, án þess að óttast árásir utan frá, — tekið að
byggja í friði, því þá væri sósíalisminn í heiminum orðinn of
sterkur, til þess að nokkrum dytti framar í hug að hægt væri að
steypa honum í stríði. — Og þessvegna ætti för vor að geta
orðið fljót brautina til þess þjóðskipulags, er veitir mönnunum
gnægtir og frið til að njóta þeirra.
En hvað svo um hitt, — frelsið — spyrja nú aðrir. Látum vera
að sósíalisminn með skipulagi sínu geti skapað efnahagslegar
allsnægtir, — en verða þá ekki mennirnir gerðir að andlegum
sauðum um leið, einlitri hjörð, er ætíð sé gefið vel á básnum?
Látum oss athuga: hvað verður um frelsið í sósíalismanum,
þetta hugtak, sem auðvaldið á Vesturlöndum er alltaf að reyna
að stela frá sósíalismanum.
Ég ætla í því sambandi ekki að fara inn á hið einfalda og sjálf-
sagða í svari vor sósíalista í því sambandi: að vér erum að af-
nema það þjóðfélag að hinn vinnandi maður sé ófrjáls, verði að
selja vinnuafl sitt á uppboði stopuls markaðs, að verkamanna-
stéttin sem heild sé þannig háð geðþótta og gróðalöngun auð-
mannastéttarinnar sem heildar, af því hin fyrri á ekki framleiðslu-