Réttur - 01.01.1957, Síða 29
RÉTTUR
29
tækin, en hin síðari á þau öll. Að sósíalisminn þýði frelsi fyrir
verkalýðinn í efnahagslegum skilningi er hafið yfir umræður. En
hvað um hið stjórnmálalega og andlega frelsi í sósíalistísku þjóð-
félagi framtíðarinnar?
Frelsi og ríkisvald.
Sósíalisminn er stórfenglegasta bylting, sem mannkynið hefur
gert. Vér verðum að gera oss ljósa grein fyrir víðfeðmi hennar,
ekki sízt varðandi frelsið, sem hún flytur.
Fyrir daga siðmenningar og stéttaþjóðfélags var maðurinn að
vísu frjáls, þ. e. a. s. hann var ekki háður neinni yfirstétt né arð-
rændur og kúgaður af henni. En hann var sem bundinn við „nafla-
streng" síns frumstæða ættfélags, háður því sökum harðrar lífs-
baráttu og undirorpinn öflum náttúrunnar í afar ríkum mæli.
Allt skeið stéttaþjóðfélagsins, þau 1000 til 6000 ár, sem það
kúgunarskipulag hefur verið til, hafa mennirnir, vinnandi stétt-
irnar, verið pískaðar áfram, án tillits til hagsmuna þeirra, ham-
ingju eða frelsisþrár, — þrælar, ánauðugir bændur, verkamenn
nútímans hafa verið keyrðir áfram til sífellt meiri framfara, af-
kasta, menningar og vísinda, sem yfirstéttin fyrst og fremst hefur
notið, en verða er til lengdar lætur mannkyninu öllu til fram-
dráttar. Á berum bökum þrælanna, sem voru % hlutar allra íbúa
hins forna Hellas, rís grísk list, grískt „lýðveldi", grísk heimspeki
og menning. Og þannig var sagan áfram. — Og ægilegasta svip-
an, sú er alltaf dugði til að halda alþýðunni undir okinu, — fram
til 1871 og 1917, — var ríkisvaldið, hið skipulagða ofbeldi yfir-
stéttarinnar: her hennar, stéttadómstólar, lögregla og fangelsi.
Maðurinn, vinnandi stéttirnar urðu nú undirorpnar kúgun og
arðráni yfirstéttanna og jafnframt varð maðurinn, — um leið
og hann varð óháðari náttúrunni og jafnvel drottnari hennar í
krafti þekkingar á náttúruöflunum, — æ meir leiksoppur í hendi