Réttur - 01.01.1957, Síða 30
30
RÉTTUR
þjóðfélagslögmála, er hann ekki þekkti, fórnarlamb þjóðfélags-
fyrirbrigða eins og styrjalda, kreppu, atvinnuleysis og annars
böls, er grandaði lífshamingju hans eins og yfirstéttarvaldið eyði-
lagði frelsi hans.
Sósíalisminn er sú bylting vinnandi stéttanna, er afnemur allt
stéttaþjóðfélagið og allt ríkisvald yfirstéttanna, hverju nafni, sem
þær nefnast. Sósíalisminn grundvallar þessa mestu byltingu mann-
kynsins á þekkingu mannanna á þjóðfélagsöflunum. Með því að
þekkja þau öfl getur maðurinn ráðið þjóðfélagsþróuninni eins og
hann getur notað vatnsafl til að framleiða rafmagn, ef hann
þekkir náttúrulögmálin, sem gera honum það mögulegt. Sú vís-
indagrein, sem veitir mannkyninu þessa þekkingu, er marxisminn.
Það er tvennt, sem gerist, þegar vinnandi stéttir jarðarinnar
taka völdin og fara að skapa stéttlaust þjóðfélag sósíalismans.
Annarsvegar taka undirstéttirnar ríkisvaldið úr greipum yfir-
stéttarinnar, beita því gegn henni sjálfri, til þess að svifta hana
yfirráðunum yfir framleiðslutækjum og mönnum, og taka að
leggja grundvöllinn að því þjóðfélagi þar sem vinnandi stéttirnar
eigi sjálfar atvinnutækin og njóti afraksturs þeirra, sósíalisman-
um. — Að handhafar þessa ríkisvalds vinnandi stéttanna stund-
um misnoti þetta vald, einnig gagnvart hluta af alþýðunni sjálfri
er svo önnur saga, er síðar verður vikið að.
Hinsvegar er maðurinn sjálfur, — vinnandi stéttir mannkyns-
ins — að taka valdið á þjóðfélagsþróuninni í sínar hendur, út-
rýma í krafti þekkingar sinnar á þróunarlögmálunum öllum þeim
þjóðfélagsfyrirbrigðum, er valda mannkyninu enn mestu böli eins
og fátækt, vanþekkingu, atvinnuleysi, kreppum, styrjöldum og
slíku, — rétt eins og menn í krafti þekkingar á öðrum sviðum
eru að útrýma drepsóttum eins og svarta dauða, bólu, kóleru,
mararíu o. fl. Maðurinn öðlast með sósíalismanum valdið yfir
þjóðfélaginu. — „Þjóðfélagsskipulagið, sem manninum fannst
fram að þessu vera honum áskapað af náttúrunni og sögunni,
verður nú sjálfstætt, frjálst verk mannanna sjálfra. Hin ókunnu