Réttur - 01.01.1957, Side 31
RETTUR
31
mögn, sem fram til þessa réðu sögunni, komast nú undir áhrif
mannanna sjálfra. Það er fyrst upp frá þessu, að maðurinn getur
vitandi vits skapað sögu sína sjálfur; það er þá fyrst að félagsöfl
þau, er maðurinn knýr fram, munu og sífellt færast nær því að
ná hinum tilætluðu áhrifum. Það er stökk mannkynsins úr rík.i
þvingunarinnar inn í ríki frelsisins".*
En þetta frelsi mannanna, sem sósíalisminn og hann einn getur
skapað, — frelsi mannanna frá stétta- og ríkisvalds-kúgun, frá
fátækt og neyð, frá vanþekkingu og hleypidómum, frá kreppum
og styrjöldum, er enn hvergi til.
En vinnandi stéttirnar hafa þegar lagt grundvöllinn að því að
hægt sé að skapa mönnum það frelsi.
Sá grundvöllur var lagður með valdatöku alþýðunnar í Rúss-
landi 1917, og síðan með útþurrkun fasismans í núverandi al-
þýðuríkjum í stríðslok og með sigri alþýðunnar í Kína 1949, en
þá brast raunar heimskringlan úr helgreipum yfirstéttanna, því
síðan eiga þær enga von um sigur. Og grundvöllinn er verið að
undirbúa af hinni sósíalistísku verkalýðshreyfingu í vesturhluta
Evrópu og öðrum álfum heims, þótt sundrung alþýðunnar hamli
þar enn valdatöku.
Síðan hefur staðið harðsvíraðasta og hættulegasta stéttastríð í
veröldinni, sem heimurinn hefur þekkt, því nú í fyrsta skipti
í veraldarsögunni hafa ekki aðeins yfirstéttir, heldur og alþýðu-
stéttir ríkisvald í höndum sér sem sterkustu tækin til að berjast
með og sem vopn þeirra ríkisherja þær vítisvélar, er öllu lífi á
jörðunni geta grandað.
Enn eru öll alþýðuríki veraldar á því skeiði, þar sem ríkisvald-
ið er sterkt, á fyrra skeiði sósíalismans, jafnvel rétt í byrjun þess
við breytinguna frá auðvaldsskipulagi til þjóðfélags sósíalismans.
Og Sovétríkin, er brautina ruddu, hafa þegar í upphafi orðið að
Friedrich Engels: „Þróun jafnaðarstefnunnar. Draumsjón verður að vís-
indum.“ Þýðing Steinþórs Guðmundssonar og Einars Olgeirssonar. —
Akureyri 1928.