Réttur - 01.01.1957, Qupperneq 34
34
RÉTTUR
anna, er steyptu Napoleon, hefðu kraft þá þegar til að fylgja
þeim fram í verki.
Engels segir um sögulegt hlutverk Napoleons Bonaparte í „The
Northern Star” 1845, er hann hefur rætt frelsis- og jafnaðarboð-
skap byltingarherjanna frönsku og áhrif hans á úrelt, „kristilegt
germanskt" þjóðfélag Þýzkalands.
„Þegar hinn dugmikli Napóleon tók síðan framkvæmd bylting-
arinnar í eigin hendur, þegar hann samsamaði byltinguna sjálfum
sér — þessa byltingu, sem kæfð hafði verið eftir 9. termídor af hinni
ágjörnu lrorgarastétt —, þegar hann, hið „einhöfðaða" lýðræði, eins
og franskur rithöfundur kallaði hann, lét hcri sína flæða aftur og
aftur yfir Þýzkaland, var hin „kristna, germanska" þjóðfélagsskipan
endanlega moluð. Gagnvart Þýzkalandi var Napóleon ekki sá gerráði
harðstjóri, sem óvinir hans hafa viljað vera láta. Napóleon var í
Þýzkalandi fulltrúi byltingarinnar, boðattdi grundvallarkenningar
hennar, tortímandi liinnar gömlu lénsskipanar. Auðvitað Ijeitti hann
harðstjórn, en ekki slfkri sem þingmenn konventsins mundu hafa
beitt og beittu í reynd, hvar sem þeir komu, ekkert svipað því, sem
furstar þeir og aðalsmenn beittu, er hann kom á vonarvöl. Ógnar-
stjórn þeirri, er gegnt hafði sínu hlutverki í Frakklandi. beitti hann
i öörum löndum i formi styrjaldar, og þessi „ógnarstjórn" var Þýzka-
landi bráðnauðsynleg. Napóleon batt endi á Hið heilaga rómverska
ríki og lækkaði tölu smáríkja í Þýzkalandi með stofnun stærri ríkja.
Hann hafði meðferðis Iögbók í hin sigruðu lönd, lögbók, sem var
öllum öðrtim óendanlega miklu fremri og viðtirkenndi jafnrétti sem
undirstöðureglu.-'
Söguþróunin virðist ekki vönd að meðulum í þeim verkum,
er hún lætur mennina vinna.
Og þá er ríkisvaldið sízt vandaðra í vali á mönnum þeim,
er það velur til að vinna mörg verkin, — ef maður má komast
svo að orði, eins og maður talaði um guði í grískum harmleik
en ekki ópersónuleg öfl. Manni dettur þá oft í hug hve andstætt
eðli ríkisvaldsins er við siðgæðisvitund mannanna, — enda á hið
fyrra rót sína að rekja til kúgunarþarfa yfirstétta, en hið síðara er
hið æfaforna innræti mannsins sem félagsveru, þroskað frá ómuna-
tíð af samhjálp hans og samábyrgð.
Þegar maður hugsar um menn eins og Bería og þá glæpi og
hermdarverk, er unnin voru á hans ábyrgð, verður huganum