Réttur - 01.01.1957, Page 35
RÉTTUR
35
reikað til eins snjallasta og svívirðilegasta, kænasta og kaldrifj-
aðasta stjórnmálamanns frönsku byltingarinnar og Napóleons, til
Fouche, er hafði þar svipað hlutverk á hendi. Það er sem hvert
nýtt þróunarskeið ríkisvaldsins, — alltaf er þetta ógnarvald kemst
í heldur nýrrar stéttar — skapi slíka fanta, og geri þeim mögu-
legt að vinna glæpaverk sín í skjóli byltingarinnar, þótt sjálf stefn-
an, er rikisvaldið þjónar, hugsi sér hin háleitustu markmið með
valdatöku sinni og alþýðan eigi vissulega eftir að gera þau að
veruleika. Það er sem þessir menn eigi sammerkt með einum
snjallasta brautryðjanda hins glæsilega einveldistímabils Frakk-
lands, hinum samvizkulausa kardínála Richelieu, það, sem Grímur
Thomsen leggur honum í munn, er hann ræðir grimmdarverk
sín:
„Og yfir þau, sem heita heiftar verk,
ég hafði jafnan breitt minn rauða serk."
Við þurfum ekki annað en hugsa til þeirra stórmenna, er fallið
hefur það í skaut að móta ríkisvald nýrra valdastétta upp úr
mestu byltingum Evrópu, til þess að sjá hver áhrif ríkisvaldið
hefur haft á handhafa þess, er til lengdar lét: Cromwell, Napó-
leon, Stalín.
Sagan, eins og vér höfum fengið að kynnast henni að nokkru
á síðasta ári, sýnir oss hve óhjákvæmilegt það er, — ekki aðeins
að sósíalisminn eigi menn, siðferðilega nægilega sterka, er al-
þýðan fær völdin, heldur og hitt framar öllu að hið skipulagða
aðhald fólksins haldist sem sterkast, til þess að hindra að menn
fólksins, er hafa ríkisvald þess með höndum, spillist ekki af því.
Andstaðan við ríkisvaldið er hreyfing fólksins sjálfs, samtök þess,
hið sívirka, lifandi samfélag mannanna.
Það er þetta samfélag mannanna, sem skapað hefur mestu og
beztu menn þjóðanna, — skapað hina vísu og góðu foringja, er
leiddu sínar litlu ættsveitir og ættasamfélög fram á veginn, áður
en -stéttaþjóðfélagið varð til. Og það eru þessar hreyfingar fólks-
L