Réttur - 01.01.1957, Qupperneq 37
RÉTTUR
37
að flokkur eða flokkar alþýðunnar og verkalýðssamtökin varð-
veiti í einu og öllu sjálfstæði sitt og frelsi líka gagnvart sínu eigin
ríkisvaldi. Því flokkar og samtök alþýðunnar eru vísir þess frjálsa
þjóðfélags, er koma skal, þar sem frjáls samtök mannanna verða
allt, en ríkisvaldið ekkert. Og það er því nauðsynlegra að hafa
þetta í huga sem staðreyndin er sú að á vissu stigi breytinganna
frá auðvaldsskipulagi til sósíalisma, — á fyrra skeiði sósíalism-
ans, — hefur ríkisvaldið gjarna viljað verða allt, og gera sjálf
samtökin aðeins að hjálp í valdavélinni.*
Tyrfingur á að fá að fara aftur í hauginn og vera þar kyrr.
llíkisvaldið fer sömu leiðina að lokum, líka ríkisvald alþýðunn-
ar. Þegar síðara stig sósíalismans, stig sameignarinnar á grund-
velli allsnægtanna hefst, þá tekur það að deyja út.
Engels lýsir upphafi ríkisvaldsins og endalokum með þessum
snjöllu, sígildu orðum:
„Ríkið liefur sem sé ekki verið til um alla cilífð. I>að hafa verið
|»jóðfólög, sem komust af án þess og höfðu enga hugmynd hvorki
um ríki né rikisvald. En er hagþróunin var komin á ákvcðið slig,
scm ól af sér skiptingu þjóðfélagsins í stéttir, koin ríkisvaldið til
sögunnar. Það var greining þjóðfélagsins í stéttir, sem gerði ]rað
að nauðsyn. Við nálgumst nú ört það þróunarstig framleiðslunnar,
er gerir stéttasikptinguna ónauðsynlega, — og meira en það, tilvist
stéttanna verður nú fjötur á framleiðsluþróunina. Stéttir munu
hverfa úr sögunni jafnóhjákvæmilega og þær citt sinn tirðu til. Og
er þær hverfa, hlýtur rfkið að fara sömu leiðina. I’jóðfélag það, cr
skipar framleiðslumálunum að nýju og byggir þar á frjálsum tam-
tökum framleiðendanna sjálfra, mun flytja alla rlkisvélina þangað.scm
hún þá á hcima. I’að mun koma henni fyrir á fornminjasafninu við
hliðina á rokknttm og bronsöxinni." (Engels: Uppruni fjölskyldunnar,
einkacignaréttarins og ríkisins bls. 225—22ö).
* Vér verðum að minnast þess að margl at því, sctn kennt er við ríkisvaldiö,
er í cðli sinu þjóðfélagsins í marxistískum skilningi. T. d. allar þær trygg-
ingar, scm alþýðan knýr fram, cru í eðli sínu félagslcgar cndurbætur,
knúðar fram í andstöðu við vald auðsins. Allar slíkar þjóðfélagsumbætur
cru vísir þess, er samfélag rnanna muni vcrða, cr samlijálp mannanna er
orðin grundvallarregla þess. Þessar umbætur eru því raunverulega smá-
fyrirheit betri framtíðar, — einskonar hjáverk hinnar komandi ]>jóðfélags-
byltingar, svo hagrætt sé alkunnum orðum Leníns.