Réttur - 01.01.1957, Síða 38
38
RÉTTUE
Og þá fyrst, þegar ríkisvaldið fer að deyja út, „hætta að vera
til", „getur verið um frelsi að ræða”. (Engels).
Þá er það hið frjálsa samfélag mannanna, sem sjálft og eitt,
án þess þvingunarvalds og kúgunarkerfis, sem heitir ríkisvald,
er tekur við.
Við tölum oft hér í Vestur-Evrópu um frelsi með mikilli mærð,
— en vér verðum að muna að t. d. okkar prentfrelsi er frelsi hinna
fátæku til þess að leggja fram sína fáu aura til að upplýsa fólkið
um lífskjör sjálfs sín og baráttu, en um leið frelsi auðkýfinganna
til að ausa út milljónum til þess að forheimska fólkið og fylla
það með ósannindum og hleypidómum. Vér verður að muna að
frelsi verkamannanna til samtaka er frelsi hinna fátæku og smáu
til þess að neita sér um að vinna fyrir lífsframfæri: gera verkfall,
og eiga það þá yfir höfðu sér að vera sviftir þessu frelsi með
ríkisvaldi auðmannanna, en um leið njóta auðmennirnir frelsis til
kúgunar, til að svelta verkamenn til undirgefni, með því að neita
þeim um vinnu og beita svo ríkisvaldinu, lögreglu, dómstólum
og her gegn þeim, ef sultarólin ekki dugar.
En frelsið er allt annað og miklu meira og betra en þetta.
Það er ekki bara frelsi til að berjast gegn kúgun — svo dýrmætt
sem það er, — og þá um leið „frelsi" annarra til að kúga.
Frelsið — það er að kúgun sé ekki lengur til, að enginn mað-
ur kúgi annan og enginn þurfi lengur að berjast gegn kúgun,
-— frelsið, það er að arðrán sé ekki lengur til, að enginn maður
arðræni annan og enginn þurfi því framar að berjast gegn arð-
ráni, — frelsið, það er að einn aðili geti ekki með valdboði drottn-
að yfir öðrum, en að ábyrgðartilfinning hvers eins gagnvart heild-
inni sé svo rík að hann geri af eigin vilja það, sem honum og
mannfélagsheildinni er fyrir beztu.
Þjóðfélag frelsisins, þjóðfélag sameignarinnar, er það æðra stig
mannfélagsins, þar sem vinnandi mennirnir verða ekki lengur
pískaðir áfram, eins og skynlausar skepnur, hvort sem það er til
að byggja pýramída, grafa Suezskurð eða heyja landvinningastríð,