Réttur - 01.01.1957, Page 39
RÉTTUR
39
— eins og verið hefur á sögutímabili stéttaþjóðfélagsins. Þar mun
heildin hugsar svo um hvern einstakling: þroska hans, hagsmuni
hans, skilning hans á því hvað gera þurfi, að sannfæringarkraftur
og þekking hvers einstaklings, sjálfstæði hans, sem er í samræmi
við hag heildarinnar, verður það afl, er knýr þróunina áfram
Því þetta æðra stig sósíalismans er „samfélag þar sem frjáls þró-
un einstaklingsins er skilyrði fyrir frjálsri þróun heildarinnar."
(Kommúnistaávarpið).
Það er þessi hugsjón sósíalismans og frelsisins, þar sem
það hvorttveggja er eitt og hið sama, sem þarf að hefja að
hún í allri baráttu alþjðunnar í heiminum. Það er alveg
óþarfi að láta hið feiga auðvald, síðustu yfirstétt mannkyns-
sögunnar, ná nokkrum árangri í því að stela frelsishugtakinu
frá alþýðunni.
Hugsjóninni um hið fyrirheitna land má alþýðan aldrei láta
ræna frá sér, né sverta þess mynd, hvað sem á dynur.
Það land verður í sífellu að svífa fyrir hugskotssjónum alþýð-
unnar, ef ekki á illa að fara. Því hvað gagnar það alþýðunni þótt
hún vinni allan heiminn, ef hugsjón hennar bíður tjón, ef andi
hennar sjálfrar stirðnar í fjötrum eigin ríkisvalds.
Lenín sá ástæðu til þess, er hann 1917 í „Ríki og bylting"
vitnar í ummæli Engels um ríkisvaldið og forngripasafnið að
bæta við: „Þessi tilvitnun sést ekki oft nú á dögum í útbreiðslu-
og fræðsluritum sósíaldemókrata". — Þetta á einnig við nú, bæði
um sósíaldemókrata og kommúnista, en þeir voru allir enn kall-
aðir sósíaldemókratar 1917. Og það er nauðsynlegt að vera á verði
í þessum efnum. Segi ég það ekki til þess að endurtaka ásakanir
þessara tveggja aðila verkalýðshreyfingarinnar, hvors á hendur
öðrum, — ásakanirnar um að sósíaldemokratar hafa víða orðið
ánetjaðir ríkisvaldi auðmannastéttarinnar, og kommúnistar gert
ríkisvald oft á tíðum ofjarl alþýðunni sjálfri, — heldur til þess
að undirstrika hitt, að sameiginleg hugsjón allra sósíalista, allrar