Réttur - 01.01.1957, Page 40
40
RÉTTUK
alþýðu, á að vera, svo fljótt sem unnt er og óhætt, að afnema sitt
eigið ríkisvald og koma á fullu frelsi sameignarskipulagsins.
Þar með ætlumst vér ekki til þess að alþýða Austur-Evrópu taki
að fleygja frá sér vopni ríkisvaldsins, meðan auðvald lieimsins
stendur enn með reitt sverð atómógnarinnar andspænis henni,
— heldur til hins, að vér, sósíalistísk alþýða auðvaldslandanna,
tökum völdin af okkar eigin auðvaldi, hefjum uppbyggingu sósí-
alismans með þingræðislegum hætti, með fullu, raunhæfu mál-
frelsi, hugsanafrelsi og prentfrelsi fyrir alþýðu og andstæðinga
hennar, byrjum afvopnun í áföngum og gerum þarmeð strax rík-
isvaldið veikara og segjum síðan við alþýðustjórnir Austur-
Evrópu: Látum oss nú hefja flutning ríkisvaldsins á forngripa-
safnið, um leið og vér semjum við eina sterka auðvaldsríkið sem
eftir verður, Bandaríkin, um að þau þurfi ekki að óttast að al-
þýðuheimurinn brjóti þau niður, ef þau aðeins halda frið og af-
vopnast eins og aðrir.
Og það mun engum kærara en sósíalistískri alþýðu Austur-
Evrópu og flokkum hennar að hefja þessa aðgerð með því að
koma á í æ ríkara mæli því frelsi, sem alþýðan hefur alltaf
barizt fyrir, en oft farið á mis við í eigin löndum í ógnarátökum
vorrar aldar, og eigi aðeins hefja þá aðgerð heldur og feta þá
leið — unz sú hugsjón Engels, Marx og Leníns hefur rætzt að
ríkisvald deyi út með stéttaþjóðfélagi því, sem ól það.
Þetta er hugsjónin, sem rætast þarf á síðari hluta þessarar aldar,
— hugsjónin, sem sósíalistar í vesturhluta Evrópu ættu að sam-
einast um, í bróðurlegri sósíalistiskri samkeppni við önnur al-
þýðuveldi heims, — um að verða helzt fyrstir til að framkvæma
hana.
□
En hvað stoðar oss, nokkrum sósíalistum úti á Islandi, að byggja
skýjaborgir um æskilega þróun hinna voldugu þjóða í vestan-
verðri Evrópu. Eigi ráðum vér, hvað þær gera, — og vart mun