Réttur - 01.01.1957, Blaðsíða 41
RÉTTUR
41
þeim miklu mönnum, er þar hafa forustu fyrir alþýðu manna,
finnast að þeim beri að taka tillit til ráðlegginga vorra, lítilla
karla á útskeri einu, — enda aldrei heyra þær óskir og góð ráð.
— Vissulega er allt þetta rétt.
En vér getum eitt.
Vér getum framkvæmt þessar hugmyndir hér hjá sjálfum
oss, farið þessa leið sjálfir, skapað hér fyrirmyndar þjóðfélag,
er vekur athygli alheims fyrir framleiðsluafköst og félagslegt
réttlæti, fyrir góða lífsafkomu og fagra menningu, fyrir friðsemd,
vopnleysi og frelsi, — og sýnt þar með að sú leið, er vér gengum,
var góð.
Og vér Islendingar höfum forsendur til þess að fara einmitt
þessa leið frekar öðrum.
m.
Hverjar eru þær forsendur, sem vér Islendingar hefðum, þótt
ekki væri nema um stutta stund, til þess að feta þessa braut fram-
ar öðrum, braut einingar í áttina til allsnægta og frelsis, þótt
vitað sé að brátt færu hinar stærri þjóðir þar fram úr oss?
Vér skulum fyrst athuga sérstöðu vora um lífsafkomu, — en
það þýðir um leið veginn til allsnægta:
íslenzkri alþýðu tókst fyrir rétta pólitík Sósíalistaflokksins og
verkalýðssamtakanna að skapa sér með sókn sinni á árunum
1942—47 einhver beztu lífskjör í heimi. Sósíalistaflokkurinn bar
gæfu til þess að fá alþýðuna til að hagnýta óvenjulegar aðstæð-
ur til þess að umhverfa því þjóðfélagi atvinnuleysis og fátæktar,
sem alþýðan bjó undir fyrir stríð, í þjóðfélag fullrar atvinnu og
góðrar lífsafkomu. Með kauphækkununum 1942—44 voru lífs-
kjör verkalýðsins tryggð, hvað snerti skiptingu lífsgæðanna, af-
urðanna. Með nýsköpun atvinnulífsins 1944—47 voru settar þær
stoðir undir atvinnulíf þjóðarinnar, er tryggðu að hægt væri að