Réttur - 01.01.1957, Síða 42
42
RÉTTUR
halda þeim lífskjörum ef áfram væri haldið eðiilegri nýsköpun
atvinnulífsins. Það var höfuðsynd íslenzkra stjórnarvalda á niður-
iægingartímabili mestu ameríkuþjónkunarinnar, 1949—56, að
vanrækja að efla togaraflotann en flytja inn í staðinn 5000 bíla,
er allir heimta gjaldeyri, sem ekki er hirt um að afla með eigin
framleiðslu.
En þótt lífskjör alþýðu hafi verið rýrð svo frá 1947 sem al-
kunna er, þá er samt hægt á nokkrum árum að ná þeirri lífsaf-
komu, er alþýðan naut 1942—47. Til þess þarf:
1) að tryggja atvinnu handa öllum, — og það er hægt með
réttri fjárfestingarpólitík og með því að tryggja næga markaði
fyrir allt, sem Island getur framleitt. Hið síðara getur Island nú
þegar og gerir: annarsvegar með hinum miklu, varanlegu við-
skiptasamningum við Sovétríkin og önnur sósíalistísk lönd, hins-
vegar með ötulli baráttu fyrir mörkuðum í auðvaldslöndunum.
Einmitt viðskiptasamningar íslands við alþýðuríkin sanna öðr-
um löndum hvílíkt öryggi má fá í atvinnulíf þjóðar með slíkum
samningum, hvernig bægja má burt vágesti atvinnuleysisins og
eignast fastan grundvöll til að byggja framfarir atvinnulífsins á.
— Rétt fjárfestingarpólitík er á valdi þjóðarinnar sjálfrar, um
leið og hún ákveður að taka upp áætlunarbúskap fyrir þjóðar-
búið og hugsar hann rétt og raunhæft.
2) að halda gróða auðmannastéttar í skefjum, koma á skynsam-
legri lánapólitík með lækkun vaxta og þar með lækkun húsa-
leigu, sem nú er þyngst byrði alþýðuheimilunum.
3) að hindra myndun hers á íslandi og sjá svo um að ekki sé
eytt íslenzku vinnuafli í hernaðarframkvæmdir. Það er nauð-
synlegt að þjóðin átti sig á því að vopnleysi hennar er ein undir-
staða góðra lífskjara. Aðrar þjóðir verja frá sjöttungi til þriðjungs
þjóðartekna sinna í vopn og hernaðarundirbúning.
Takist þetta allt á næstu árum og sé um leið hafizt handa um
stórfellda eflingu þess atvinnulífs, er bezt veitir afköst á mann,
— sjávarútvegs og stóriðju, — þá liggur brautin bein framundan