Réttur - 01.01.1957, Page 43
RÉTTUR
43
til allsnægta, ef félagslegt jafnrétti er um leið í heiðri haft. Og
allt þetta er hugsanlegt sökum þeirrar sérstöðu, sem ísland hefur
öðla2t vegna: 1) sigra Sósíalistaflokksins og verkalýðshreyfingar-
innar á stríðsárunum, 2) nýsköpunarinnar, 3) viðskiptasamning-
anna við ríki sósíalismans, 4) vopnleysis og 5) samstarfs vinnandi
stéttanna nú.
□
Þá er næst að athuga um sérstöðu vora um ríkisvald og frelsi.
Sérstaðan liggur þar í augum uppi:
Ríkisvald, hið skipulagða kúgunarvald yfirstétta, er veikara á
íslandi en í nokkru öðru landi. Að sama skapi er þjóðfélagið, hin
náttúrlegu samtök mannanna, sterkara í meðvitund fólksins.
Þar af leiðir m. a. að verkalýðshreyfingin og virðing almenn-
ings fyrir mætti og rétti verkalýðssamtakanna er meiri en í öðr-
um löndum, — og sjálfsagi hinna sterku verkalýðsfélaga al-
mennings um leið mikill og óvenjulegur, svo sem verkföllin
miklu í Reykjavík hafa sýnt.
Sökum þess að yfirstéttinni hefur aldrei tekÍ2t að fullkomna
ríkisvaldið með því að koma upp íslen^kum her og vopnavaldi,
hefur sú gæfa hlotna2t þjóðinni að aldrei hefur verið veginn
maður í stéttabaráttunni. En það er einstakt í sögu stéttaþjóðfé-
laganna í heiminum.
Þegar við þetta bætist að annarsvegar hefur þjóðin sjálf lifað
öldum saman sem undirokuð nýlenduþjóð — og þekkir því sjálf-
stæðisþrá slíkra þjóða af sjálfri sér — og hinsvegar að þjóðin
hefur aldrei átt í stríði við aðrar þjóðir, — þá er auðséð hve rík
sú sérstaða íslands er, sem getur gert þjóð vorri auðvelt að ganga
þjóða fremst í því að boða frelsi, vopnleysi og frið — og gera
þetta allt að hlutskipti mannanna í reynd.
Um leið og hin efnahagslegu og pólitísku skilyrði væru sköpuð
til afnáms ríkisvaldsins, — það er: völdin í höndum vinnandi
stéttanna, sameign þjóðarinnar á mikilvægustu framleiðslutækj-