Réttur - 01.01.1957, Side 45
IÉTTUR
45
er hún setur ofar auð og embættisvaldi. En einmitt auðvaldsskipu-
lagið grefur undan þessari höfuðundirstöðu frjáls manngildis með
því að breyta manngildinu í peningagildi, reyna að gera sannfær-
ingu mannsins að verzlunarvöru, eins og vinnuafl verkamanns-
ins er gert að vöru efnahagslega. Keflavíkurvöllur og spillingar-
áhrif hans tala sínu máli um þessa hættu.
Sérstaða íslands í þessu mikla máli getur glatazt, ef vér erum
ekki á verði. En takist oss að varðveita hana og verjast þeirri spill-
ingu, er grefur undan sjálfsvirðingu og manngildi, þá hefur ís-
land, þegar þar að kemur, einhverja beztu aðstöðu í Evrópu til
þess að sækja fram til þess fulla frelsis, sem byggir á manngildi
hvers einstaklings, til þess þjóðskipulags, þar sem mennirnir þurfa
eigi lengur að „krjúpa við gull eða völd."
Þegar vér því ræðum um sérstöðu íslands í þessum málum og
möguleika íslenzkrar verkalýðshreyfingar, þá skulum vér minn-
ast þess að þessi sérstaða um frið og frelsi og ríkisvald, á rót sína
í allri þjóðarerfð vorri, — 1) í landnámi frjálsra manna, er flýðu
ríkisvald erlendrar yfirstéttar, — 2) í þjóðfélagsmyndun fólks, er
leitaðist við að skapa frið og forðast ríkisvald, — 3) í friðsemd
kristnitökunnar, — 4) í frelsisstarfi kúgaðra kynslóða í viðureign
þeirra við erlent ríkisvald öldum saman, — 5) í uppreisn ís-
lenzkra alþýðustétta gegn erlendu ríkisvaldi og auðvaldi síðustu
öld alla. Fórnum vér þessari sérstöðu eða bregðumst því að nota
hana, þá svíkjum vér eigi aðeins sjálfa oss, heldur og sögu vora
alla, forfeður vora og þjóðarerfð.
□
Það er nú undir sósíalistískri verkalýðshreyfingu íslands komið,
hvort það tekst að vinna þetta verk: gera land vort að fyrirmynd-
arlandi um góða afkomu, fagra menningu og félagslegt réttlæti,
—um friðsamlega leið til frelsis sósíalismans.
Islenzk verkalýðshreyfing hefur oft risið hátt á síðustu áratug-
um, er hún hefur með forsjálni og festu umskapað lífskjör alþýð-