Réttur - 01.01.1957, Blaðsíða 47
RÉTTUR
47
þýðan nær meiri og meiri tökum á. Alþýðan verður þá að senda
marga sína mestu og beztu menn inn í það ríkisvald, til þess að
berjast þar fyrir hagsmunum hennar. En hún verður um leið og
hún stendur við hlið þeirra, skilur erfiðleika þeirra og alla að-
stöðu, að gæta þess, að flokkur hennar og samtök sogist ekki inn
í ríkisvélina og verði sem eitt tannhjól í því bákni. Það er ekki
aðeins sjálf skriffinnskan, sem hættan stafar af, heldur öll sú
aðstaða, sem embætti skapa: aðstaða, sem smám saman kemur
því inn hjá manninum, sem í embætti er, að hann sé herra fólks-
ins en ekki þjónn heildarinnar og félagi einstaklingsins. Einmitt
í okkar ríkisvaldi, þar sem ofbeldið er til allrar hamingju óvenju-
lega vægt, þá er skriffinnskan, stirðnunin, spillingin, drottunar-
andi embættisins samfara skeytingarleysinu um heildina, það sem
þarf að vera á verði gegn. Það er sem ríkisvaldið hafi erft þessa
tilhneigingu til að vera alltaf dauðans hönd á hugsjónirnar frá
þeim yfirstéttum, er skópu það og mótuðu til þess að halda fjöld-
anum niðri og í skefjum.
Jafn óhrædd og alþýðan á að vera við það að fara inn í ríkis-
báknið til að verjast þar og berjast og sækja á, jafn vel þarf hún
að vera á verði gagnvart spillingunni og stirðnuninni, sem þar
býr um sig, meðan má.
4) Verkalýðshreyfingin þarf að skapa og viðhalda traustu
bandalagi við aðrar vinnandi stéttir handa og heila og láta ekki
smærri hagsmunamótsetningar eða árekstra sökum ólíkra skoð-
ana sundra því samstarfi.
5) Verkalýðurinn verður að setja sér það að ná góðu sam-
starfi við alla þá atvinnurekendur, er vinna vilja að eflingu ís-
lenzks atvinnulífs. Til þess þarf alþýðan að vísu í fyrsta lagi
þann mátt, er tryggir það að atvinnurekendur vilji yfirleitt við
hana tala, en jafnframt þarf alþýðan nauðsynlega að sýna i senn
þá víðsýni, mildi, skilning og umburðarlyndi, er gerir það fært
að notfæra raunverulegan dugnað, verkhyggni og sérþekkingu
áhugasamra atvinnurekenda í þjónustu þjóðfélagsins. Þetta er