Réttur - 01.01.1957, Page 52
52
RÉTTUR
áttu sína: „Þér vitið sjálfsagt að beztu og sönnustu vinirnir eru
hinir fátæku. Ríkir menn vita ekki hvað vinátta er."
Við annað tækifæri skrifaði hann föður sínum um giftingu
eins kunningja þeirra.
„Þetta er vissulega líka gifting til fjár, annað ekki. Þannig vildi
ég ekki giftast. Ég vil gera konu mína hamingjusama en ekki láta
hana fleyta mér áfram. Herra Schidenhofen var nauðsyn að velja
sér ríka konu, vegna þess að hann er aðalmaður. Fínt fólk giftist
ekki vegna ástar, heldur aðeins vegna hagsmuna eða annarra
aukasjónarmiða. Þessum háu herrum færi það heldur ekki vel,
ef þeir kannski elskuðu konur sínar eftir að þær hafa gert skyldu
sína og borið þeim aðalserfingja. En við venjulegir fátækir menn
þurfum ekki aðeins að fá okkur konu, sem við elskum og sem
elskar okkur, heldur megum við, getum og viljum fá slíkar
konur af því að við erum hvorki tiginbornir, aðlaðir né ríkir,
heldur lágir, óbrotnir og fátækir og þurfum þessvegna ekki á
ríkum konum að halda — Af því að auður okkar hverfur með
okkur, þar sem við höfum hann í höfðinu og þar getur enginn
tekið hann frá okkur nema með því að höggva af okkur höfuðið
og þá þurfum við heldur ekki á konum að halda.
Upplýsing og frímnrarastefna.
Ljóst er að Mózart taldi sig til borgarastéttarinnar, þótt hann
hafi ekki tileinkað sér þá skoðun eftir leiðum pólitískrar íhugun-
ar. Að vísu var hann vanur að greina á milli „vondra" og „góðra"
höfðingja, eins og hin upplýsta borgarastétt venjulega gerði. Einnig
er víst að honum virtist þetta mál vera sprottið af mannlegum
eigindum en ekki stjórnarfarslegum. En hann fann af eðlishvöt
það sem pólitískur skilningur hans gat ekki skilið: að þeim hinum
„lágu, óbrotnu og fátæku" heyrði framtíðin til. Hann var í öllum
skoðunum barn síns tíma, þeirra aldahvarfa þegar borgarastéttin
var að brjótast til pólitískra valda.