Réttur - 01.01.1957, Side 54
54
BÉTTU R
„Brjótið þessa hjátrúarfjötra, rífið sundur slæður hleypidóm-
anna, afhjúpið ykkur þessum dularklæðum sértrúarflokkanna.
Smíðið plóga úr því járni sem notað hefur verið til að úthella
blóði. Sprengið klettana með því svarta dufti sem blés banvænu
blýi í bróðurhjarta."
Þá hefur Mósart í bréfi, sem Mózartbókmenntir hafa varla veitt
athygli, játazt upplýsingastefnunni með eigin orðum. Tuttugu og
eins árs að aldri skrifar hann velgerðarmanni sínum og vini Padrc
Martini á ítölsku, þar sem hann notar hið algenga orð „illumin-
are" um að „upplýsa"; í ótvíræðu samhengi; þar segir:
Við lifum í þessum heimi til þess að læra, til þess að uppljsa
hver annan með gagnkvæmum skýringum, og leitast við að efla
vísindi og fagrar listir. (Bréf til Padre Martini 4. sept. 1776).
Samtímamaður frönsku byltingarinnar.
Það er þá fyrst við athugun á verkum Mózarts að augljóst verð-
ur, hve náið samband hans er við frönsku byltinguna. Það er tíma-
bilið þegar krafan um að sýna mynd hins borgaralega manns er
reist i öllum greinum lista í Frakklandi, Ítalíu, Þýzkalandi og
Austurríki. Þessi krafa átti ekki rót sína að rekja til óhlutlægra
íhugana. Stétt, sem er að brjótast úr ánauð, verður að gera myndir
af hetjum sínum til að efla sjálfsvirðingu sína og skýra heimsmynd
sína með lýsandi dæmum.
Mózart sá skýrt og vitandi vits mynd hins óbreytta borgara. Það
er enn mjög útbreiddur hleypidómur að hann hafi verið einhæfur
meistari hinnar glöðu tónlistar. (Hina alröngu hugmynd að hann
hafi verið tónskáld hinnar hégómlegu Rókokóstefnu nennum vér
ekki að ræða hér, vegna þess hve grunnfærin hún er). I raun og
veru er tónlist Mózarts í klassisku jafnvægi, en það jafngildir ekki
því að hún túlki ekki ástríður, sársauka og sorg. Síðustu árin
samdi Mózart verk eins og g-moll sinfóníuna. Strokkvintettinn í
g-moll (sem er of lítið þekktur), píanófantasía í c-moll, tvö verk