Réttur - 01.01.1957, Page 56
56
RETTUR
auka. Lífsskoðun þeirra er bjarsýn, af því að þeir vita að þeirra er
framtíðin. Þessi fullvissa útrýmir að vísu ekki sársaukanum, harm-
inum eða hinum persónulegu áhyggjum úr brjósti manns, en
vegna hennar verður bölið þolandi.
Þessi djúpi skilningur á manninum og lífinu kemur einnig
mjög greinilega í ljós í veigamestu óperum Mózarts og leiddi þar
til mikilvægra endurbóta í formi og tækni. í óperunni „Brúðkaup
Figarós" kemur hinn gunnreifi borgari fram á sviðið í fyrsta sinn
x sögu óperunnar. Operan er gerð eftir leikriti Beumarchais sem
olli pólitísku umróti í París, en var bannað í Vín. Þess má ekki
dyljast að sagan um herbergisþjóninn Figaró sem tekur upp bar-
áttu gegn greifanum húsbónda sínum og sigrar, er líka kafli úr
ævisögu Mózarts sjálfs. Hinn listræni tilgangur að láta hinn
óbreytta borgara sýna meiri manndóm og siðgæðislega yfirburði
krefst óumflýjanlega nýs skilnings á hinu hefðbundna óperu-
formi. Hin ítalska „ópera seria" (alvarleg ópera) hafði þegar
breytzt í hirðlega skrautóperu fyrir daga Mózarts. Stöðnuðu formi
atburðanna samsvaraði staðnað form tónlistarinnar: rezitativ —
aria — rezitativ — aria. Þrátt fyrir mikla leikni textahöfunda
og tónskálda — Mózart samdi líka verk þessarar tegundar — gat
þetta form ekki lýst mikið heimi hins óbreytta borgara. Oðru máli
var að gegna um „Opera buffa" (hina ítölsku kómísku óperu) og
söngleikinn (singspiel) sem hafði þróazt mjög í Englandi, Frakk-
landi, Þýzkalandi og Austurríki. Þetta voru borgaraleg leiklistar-
form og þar fann Mózart margt merkilegt sem hann gat notað:
hina frjálsu aðferð til að byggja upp söngva, aríur, samleiki og
kóra í samræmi við persónur og umhverfi.
í óperunni sýnir Mózart okkur einkar skýrt hina sérkennilega
dialektisku einingu byltingarkenndra og hefðbundinna þátta í
starfi sínu. Verk hans eru byltingarkennd að því leyti að þau
flytja hugmyndir byltingarsinnaðrar stéttar, en hefðbundin að því
leyti að þau hafna engum möguleika þeirrar hefðar sem risið
hafði með aldalangri þróun borgarastéttarinnar. Frumleiki Móz-