Réttur


Réttur - 01.01.1957, Page 62

Réttur - 01.01.1957, Page 62
62 RÉTTUR Svipað má segja um hvern einstakan þátt verksins. Það sýnir að Mózart færði sér í nyt öll auðæfi tónlistarinnar þegar hann gekk að því verki að semja fyrir alþýðuna. Enda þótt Mózart hefði aðeins látið eftir sig þau verk, sem hann samdi áður en hann flutti til Vínar, væri hann mikið tón- skáld í sögu tónlistarinnar. En það er vegna þeirra verka sem hann samdi síðustu tíu æviárin, árin sem hann bjó í Vín, að hann er einn af hinum miklu persónum mannkynssögunnar. Sinfóníur og kammermúsík æskuáranna eru full af dásemdum, yndisþokka, djúpri tilfinningu og vitna um frábæran listþroska. En síðustu kvartettar hans, síðustu kvintettarnir og síðustu sin- fóníurnar heyra til afrekum mannsandans. Það er þroskaður maður á fertugsaldri, en ekki hinn andríki æskumaður sem samdi strokkvartettinn í G-moll og Jupitersinfóníuna. Svipuðu gegnir um óperur hans. Handbragð hins verðandi snill- ings dylst jafnvel ekki á „Bastian und Bastienne'' söngleiknum sem hann samdi á þrettánda árinu. „Konuránið", óperan, sem er upphaf að síðasta 10 ára sköpunartímabilinu í ævi hans, er mikið meistaraverk, en það er ekki fyrr en í „Figaro" (1786), „Don Giovanni (1787) og Töfraflautunni (1791), að við sjáum Móz- art fullkominn. Ef við ættum að taka mark á hinni borgaralegu ritun tónlist- arsögunnar, hefði ferill Mózarts sem tónskálds átt að vera að öllu óháður þeirri lífsreynslu hans sem rakin var hér að framan. Sannleikurinn er hin algjöra andstæða þessarar kenningar. Þróun Mózarts „svífur ekki í lausu lofti ofar mannlegu og borgaralegu lífi", eins og áðurnefndur tónlistarfræðingur skrifaði, heldur stend- ur hann djúpum rótum í lífi og atburðum samtíðar sinnar. Verk hans eru ekki dýrleg vegna þess að þau „lúti sínum eigin lögum", heldur eru þau einmitt svo ágætleg, svo viðurkennd og svo heill- andi vegna þess að þau eru spegilmynd þess lífs sem lifað var og afhjúpa þau lögmál, sem við mennirnir lútum. Tónlistargáfur Mózarts eiga sér ekki hliðstæðu. Oss er ekki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.