Réttur - 01.01.1957, Page 62
62
RÉTTUR
Svipað má segja um hvern einstakan þátt verksins. Það sýnir
að Mózart færði sér í nyt öll auðæfi tónlistarinnar þegar hann
gekk að því verki að semja fyrir alþýðuna.
Enda þótt Mózart hefði aðeins látið eftir sig þau verk, sem
hann samdi áður en hann flutti til Vínar, væri hann mikið tón-
skáld í sögu tónlistarinnar. En það er vegna þeirra verka sem
hann samdi síðustu tíu æviárin, árin sem hann bjó í Vín, að hann
er einn af hinum miklu persónum mannkynssögunnar.
Sinfóníur og kammermúsík æskuáranna eru full af dásemdum,
yndisþokka, djúpri tilfinningu og vitna um frábæran listþroska.
En síðustu kvartettar hans, síðustu kvintettarnir og síðustu sin-
fóníurnar heyra til afrekum mannsandans. Það er þroskaður
maður á fertugsaldri, en ekki hinn andríki æskumaður sem samdi
strokkvartettinn í G-moll og Jupitersinfóníuna.
Svipuðu gegnir um óperur hans. Handbragð hins verðandi snill-
ings dylst jafnvel ekki á „Bastian und Bastienne'' söngleiknum
sem hann samdi á þrettánda árinu. „Konuránið", óperan, sem er
upphaf að síðasta 10 ára sköpunartímabilinu í ævi hans, er mikið
meistaraverk, en það er ekki fyrr en í „Figaro" (1786), „Don
Giovanni (1787) og Töfraflautunni (1791), að við sjáum Móz-
art fullkominn.
Ef við ættum að taka mark á hinni borgaralegu ritun tónlist-
arsögunnar, hefði ferill Mózarts sem tónskálds átt að vera að
öllu óháður þeirri lífsreynslu hans sem rakin var hér að framan.
Sannleikurinn er hin algjöra andstæða þessarar kenningar. Þróun
Mózarts „svífur ekki í lausu lofti ofar mannlegu og borgaralegu
lífi", eins og áðurnefndur tónlistarfræðingur skrifaði, heldur stend-
ur hann djúpum rótum í lífi og atburðum samtíðar sinnar. Verk
hans eru ekki dýrleg vegna þess að þau „lúti sínum eigin lögum",
heldur eru þau einmitt svo ágætleg, svo viðurkennd og svo heill-
andi vegna þess að þau eru spegilmynd þess lífs sem lifað var og
afhjúpa þau lögmál, sem við mennirnir lútum.
Tónlistargáfur Mózarts eiga sér ekki hliðstæðu. Oss er ekki