Réttur - 01.01.1957, Page 63
RÉTTUR
63
kunnur neinn tónlistarmaður annar, sem gæddur hafi verið slíkri
óhemju sköpunarorku á barnsaldri og aðeins örfáir eru gæddir
slíkum eðlislægum skilningi á lögmálum tónlistarinnar og ótæm-
andi frjósemi. Enginn annar tónlistarmaður er oss kunnur, sem
svo er jafnvígur á öllum sviðum tónlistarinnar eins og Mózart.
En það var hin andlega reynsla, sem veitti þessum furðulegu gáf-
um fullan þroska og efldi hann til að móta úr eðlisgáfum sínum
fullkomin snilldarverk.
Þannig er snilli Mózarts slungin þrem meginþáttum: auðugri
tónnæmri snilligáfu hins sanna mikilmennis, sem varð fullþroska
á þýðingarmiklum byltingatímamótum í sögu Evrópu. Það sem
veldur því, að saga Mózarts — þroskaferill undrabarnsins, þróun
hins bráðsnjalla æskumanns, sem rís að lokum sem eitt af stór-
mennum mannkynssögunnar — það sem veldur því, að þessi saga
er svo hrífandi, er sú staðreynd, að í þessum 30 ára þróunarferli
kristallaðist allt það bezta, sem hið borgaralega þjóðfélag hafði
að bjóða á tímabili byltingarinnar. En það eru lögmál sögunnar,
að þau verk, sem klæða byltingarmarkmið mannkynsins holdi og
blóði, þau benda lengra fram. Þau eiga sér ekki takmarkanir,
heldur heyra til ódauðlegum menningararfi mannkynsins.