Réttur - 01.01.1957, Síða 64
BRYNJÓLFUR BJARNASON:
Gelgjuskeið nýrra
þjóðfélagshátta
I.
Tímubil umskiptanna í Sovétríkjnnum og gagnrjnin ú Stnlín.1)
Á 20. þingi Kommúnistaflokks Sovétríkjanna hélt Krústjoff,
framkvæmdastjóri flokksins, ræðu á lokuðum fundi, sem líklega
hefur vakið öllu meiri athygli en nokkur önnur, er flutt hefur
verið á þeim vettvangi, enda áhrif hennar meiri en flestra ann-
arra, að minnsta kosti í svipinn. Samt sem áður veit enginn með
fullri vissu enn í dag hvað Krústjoff sagði í raun og veru, nema
þeir, sem á hlýddu eða hafa fengið að lesa ræðuna í handriti.
Ræðan hefur aldrei verið birt af réttum aðilum. I auðvaldslönd-
unum var hún hinsvegar birt í ýmsum útgáfum og viku eftir
viku, mánuð eftir mánuð þrástöguðust auðvaldsblöð um heim
allan á tilvitnunum úr henni. Var þar ærið margt fáránlegt og
harla ósamhljóða. Meðal annars birti utanríkisráðuneyti Banda-
ríkjanna eina útgáfu af ræðunni og fullyrti að hún væri frá góð-
um heimildum, sem þó voru ekki betri en svo, að ráðuneytið vildi
enga ábyrgð á þeim taka. Leið svo fram í maí 1957 að Komm-
únistaflokkur Sovétríkjanna bar ekki fram formleg mótmæli og
staðfesti heldur ekki neitt, en þá lýsti Krústjoff yfir því, að gefnu
tilefni, við fréttamann frá New-York Times að þessi útgáfa ræð-
unnar væri tilbúningur bandarísku leyniþjónustunnar. Samsetn-
ingur þessi hefur verið gefin út á fjölmörgum tungumálum, þar
á meðal íslenzku. Fóru þar verðugir menn höndum um, þeir
' Útkoma þessa Réttarheftis hefur dregizt allmiklu lengur en ráð var fyrir
gert og grein þessi er rituð áður en þeim Molotoff, Malenkoff, Kagano-
vits og Sjepiloff var vikiö úr miðstjórn Kommúnistaflokks Sovétríkjanna
á fullskipuðum fundi hennar 22.-29. júní s.l.