Réttur - 01.01.1957, Síða 68
68
RÉTTUR
Nú hlutu að vakna ýmsar spurningar, sem hin alþjóðlega
verkalýðshreyfing og allir vinir Sovétríkjanna áttu kröfu til að fá
skýr og fullnægjandi svör við. Hvernig gat það átt sér stað í
sósíalisku þjóðfélagi, að einn einstaklingur fengi völd og tækifæri
til þess að fremja slík afglöp? Hvernig gat það átt sér stað, að
hin margumtalaða persónudýrkun skyldi heltaka svo þjóðina og
flokkinn? Hvernig stóð á því, að miðstjórnin greip ekki í taum-
ana, enda þótt hún hefði fyrir löngu gert sér ljóst hvert stefndi
og væri vel kunnugt um, að valdi hefði verið misbeitt til tjóns
fyrir ríki sósíalismans. Og síðast en ekki sízt: Hvaða þjóðfélags-
legar skýringar eru á slíku fyrirbæri í sósíalisku þjóðfélagi, þar
sem forustuflokkur marxismans í heiminum, alinn upp í skóla
Leníns, fór með völd?
I ályktun miðstjórnar Kommúnistaflokksins frá 30. júní 1956
er að nokkru reynt að svara þessum spurningum.
Fyrst er minnst á það, að rússneska byltingin hafi verið fyrsta
sósíaliska byltingin í veröldinni. Rússneski kommúnistaflokkurinn
varð að kanna algerlega ókunna stigu, ryðja nýjar brautir án þess
að hafa við nokkra sögulega reynslu að styðjast. I meira en fjórð-
ung aldar voru Sovétríkin eina landið í heiminum, sem starfaði
að því að ryðja braut mannkynsins til sósíalismans. Þar sem hér
var um að ræða stórkostlegustu umskipti sögunnar og tröllaukn-
ustu átök hennar fyrr og síðar, var ekki við öðru að búast, en að
mörg og stór mistök yrðu í fyrstu lotu, að slíkt heljarátak kost-
aði miklar fórnir og mikla sóun mannlegra krafta. „Es irrt der
Mensch solange er strebt", hefur Goethe eftir sjálfum himnaföð-
urnum. Meðan maðurinn kappkostar eitthvað, skjátlast honum.
Og þeim mun stórbrotnari verkefni sem mennirnir taka sér fyrir
hendur, þeim mun stærri og örlagaríkari mistökum getum vér
búizt við. — En í þessu mikla brautryðjendastarfi öfluðu Sovét-
ríkin dýrkeyptrar en dýrmætrar reynslu fyrir allt hið stritandi
og stríðandi mannkyn.
Allan þennan tíma voru Sovétríkin eins og umsetið vígi, um-