Réttur - 01.01.1957, Side 69
RETTUR
69
kringt af fjandsamlegum auðvaldsríkjum. Eftir innrás 14 ríkja á
árunum 1918—1920 og ósigur auðvaldsins í þeirri styrjöld, varð
ekkert lát á undirbúningi nýrrar krossferðar á hendur þeim, allt
til þess að nazistar réðust á þau að nýju. Otölulegur grúi njósnara,
flugumanna og spellvirkja var sendur til Sovétríkjanna í því skyni
að veikja þau innanfrá til undirbúnings nýrrar árásarstyrjaldar.
Hið erlenda afturhald átti sér lengi vel öfluga bandamenn í
Sovétríkjunum sjálfum og gerði það ástandið enn hættulegra.
Hörð stéttabarátta geysaði, þar sem úrslitin voru að minnsta kosti
svo tvísýn, að verkalýðsstéttin varð að beita öllum þeim vopnum,
sem tiltæk eru í stéttarstríði. Eftir dauða Leníns kom upp harð-
svíraður andstöðuarmur í Kommúnistaflokknum gegn þeirri
stefnu, sem Stalín og meirihluti flokksins fylgdi, fyrst trotzkist-
arnir, síðan hægri armurinn, en þessir armar höfðu raunar lengst
af nána samvinnu sín á milli, og sumir forsprakkar þeirra höfðu
auk þess náið samstarf við stéttarandstæðingana og gerðust flugu-
menn erlendra árásarafla. í ályktun miðstjórnarinnar er fullyrt að
sigur andstöðuarmsins hefði án efa leitt til endurreisnar auðvalds-
skipulagsins í Sovétríkjunum.
Það var lífsnauðsyn að breyta hinu frumstæða landi í sósíaliskt
iðnaðaríki, er gæti boðið öllum auðvaldsheiminum byrginn og
að breyta hinum frumstæða landbúnaði í nýtízku samyrkjubúskap
á örskömmum tíma. Það var spurningin um að vera eða vera
ekki fyrir sósíalismann í landinu. Þetta var næstum ofurmannlegt
afrek og hlaut að kosta þjóðina slíkar fórnir og þrautir og alefl-
ingu allra krafta, að erfitt er að gera sér í hugarlund fyrir aðra
en þá, sem sjálfir hafa reynt. Við slíkar aðstæður innanlands og
utan var ekki unnt að framkvæma eitthvert mesta sögulegt þrek-
virki allra tíma nema með sterku ríkisvaldi, járnhörðum aga, öfl-
ugu framkvæmdarvaldi og forustu, þar sem margir þræðir koma
saman í fáum sterkum höndum. Það var óhjákvæmileg nauðsyn
að beita ríkisvaldinu vægðarlaust gegn stéttaróvininum, sem einsk-
is sveifst, og svifta hann lýðréttindum. En þetta hafði einnig í för