Réttur - 01.01.1957, Page 72
72
RÉTTUR
um sögulegt mat samtímaatburða. í Sovétríkjunum sigraði bylt-
ingin vegna þess að Lenín og félagar hans gerðu rétta vísindalega
grein fyrir lögmálum kapítalismans á tímabili heimsvaldastefn-
unnar og þeim þjóðfélagsöflum og skilyrðum, sem þá voru fyrir
hendi til þess að leiða byltinguna til sigurs. Framtíð sósíalismans
er undir því komin, að vorri kynslóð auðnist að kryfja hin þjóð-
félagslegu vandamál vorra tíma og hina miklu nýju reynslu, sem
fengizt hefur, jafn rækilega til mergjar. Ég held að það verði
fyrst og fremst að vera verk rússneskra marxista að vinna vísinda-
lega úr sinni eigin reynslu. Það er alltaf erfitt að dæma um at-
burðina úr fjarska og hætt við að margt verði misskilið. Samt held
ég að þeir, sem í stórræðunum standa hafi oft gott af því, að
hlusta vandlega á það. sem aðrir, er sjá atburðina með gestsauga,
hafa til málanna að leggja.
í áíyktun þeirri, sem hér um ræðir, eru enn tilhneigingar til
þess að skýra misfellurnar út frá einni allsherjarformúlu: Per-
sónudýrkun. Ég held að þetta sé sízt til þess fallið að bregða birtu
yfir vandamálið og ekki í anda marxismans.
Alyktunin gefur enn tilefni til nýrra spurninga. Þar er sagt
að menn hafi tekið að tengja alla sigra við nafn Stalíns. Hann
hafi verið lofsunginn á alla lund með réttu og röngu, afrek flokks-
ins og sovétþjóðanna hafi verið eignuð Stalín persónulega í sam-
ræmdum áróðri í ræðu og riti, í kvikmyndum og listum o. s. frv.
Og þar kom að vald hans yfir hugum fólksins varð svo mikið,
að félagarnir í miðstjórninni fengu ekki að gert, þegar hann tók
að misbeita þessu valdi og skerða lýðræðið.
Hverjir báru nú höfuðábyrgð á því að svo skyldi fara? Var
það ekki fyrst og fremst stjórn Kommúnistaflokksins, sú hin sama
sem nú fordæmir persónudýrkunina harðast? Sömu mennirnir og
nú sitja í miðstjórn flokksins, tóku ekki aðeins þátt í hinni hóf-
lausu persónudýrkun, heldur voru þeir sjálfir forsöngvararnir.
Það er eins og þeir hafi vaknað við það einn góðan veðurdag,
að þeir voru valdalausir gagnvart þessum manni. Er ekki ástæða