Réttur - 01.01.1957, Qupperneq 73
RÉTTUIt
73
til fyrir leiðtogu reyndasta marxistaflokks veraldar að gangrýna
sig fyrir slíka blindni?
Það er sagt að Stalín hafi haldið fram þeirri röngu kenningu,
að stéttabaráttan harðnaði eftir sigur sósíalismans samstiga fram-
sókn hans og gert mikið úr því, hvern þátt þessi kenning hafi átt
í mistökum hans og röngum starfsaðferðum. Raunar er mikill
sannleikskjarni í þessu. Með sigri sósíalismans í Sovétríkjunum
harðnaði stéttabaráttan á heimsmælikvarða, auðmannastéttin
braut af sér allar hömlur af ótta við byltinguna. Eitt meginatriðið
í styrjaldarundirbúningnum var að veikja Sovétríkin innan frá, að
skipuleggja hópa spellvirkja og flugumanna. Tákn þessarar harðn-
andi baráttu var fasisminn. Með réttu sáu Stalín og félagar hans
þetta glögglega og miðuðu aðgerðir sínar, starf og stefnu við
þetta hættuástand. í byrjun fimm ára áætlananna sagði Stalín,
að Sovétríkin hefðu aðeins stuttan tíma til stefnu, ef til vill ára-
tug, og að á þessum tíma yrðu þau að hafa eflzt svo að styrkleika
að þau gætu hrint af sér hverri árás. Það kom á daginn. Margir
litu svo á, að þegar Stalín og félagar hans settu sér slíkt takmark,
þá væri það sama og að trúa á kraftaverk og væri því óraunhæft.
En stefna Stalíns og félaga hans sigraði og þessvegna sigruðu
Sovétríkin í stríðinu, en ekki fasisminn. Fyrir þetta standa ekki
aðeins þjóðir Sovétríkjanna, heldur allt mannkynið í slíkri þakk-
arskuld við Stalín og félaga hans að eigi mun firnast meðan
mannleg saga er skráð.
Hitt er án efa rangt að stéttabaráttan innanlands harðni æ meir
með sigrum og framsókn sósíalismans. Enda þótt stéttaátökin færð-
ust í aukana á vissu skeiði í sögu Sovétríkjanna, er fjarri sanni
að alhæfa slíka kenningu um allt tímabil umskiptanna frá kapí-
talisma til sósíalisma. Ég fæ heldur ekki séð, að ráðið verði af
orðum Stalíns að slíkt hafi vakað fyrir honum.1) Hversu mjög
’) Stalín farast þannig orð: ,,1'að er nauðsynlegt að kveða niður þá værðar-
kenningu, að með hverju skrefi, sem vér sækjum fram, dragi úr stétta-
baráttunni, að stéttaróvinurinn spekist í sama mæli og vcr náum átangri.