Réttur - 01.01.1957, Blaðsíða 76
76
RÉTTUR
Enginn marxisti hefur haldið því fram, að orsakanna sé að leita
í sjálfu þjóðskipulagi sósíalismans eða í Sovétskipulaginu. En
meinið hlýtur að eiga rætur sínar í ákveðnum fyrirbærum þjóð-
lífsins, sem rekja má til hinnar sérstöku rússnesku þróunar sam-
félagsháttanna og stjórnarfarsins á tímabili hinnar miklu umbreyt-
ingar frá aðalsveldi og frumstæðu auðvaldsskipulagi til sósíai-
isma. Ríkisvald þessa tímabils er alræði verkamanna og bænda og
mikilvægasta stofnun þessa ríkisvalds er Kommúnistaflokkurinn.
Til þess að komast að réttum niðurstöðum, er nauðsynlegt að gera
sér sem ljósasta grein fyrir hinum sérstöku formum þessa ríkis-
valds, er þróazt hafa í Sovétríkjunum, og þó framar öllu þróun
Kommúnistaflokksins.
Áður en farið er út í þá sálma, er gagnlegt að rif ja upp nokkur
aðalatriði í kenningum Marx og Leníns um alræði öreiganna og
um gerð marxísks flokks.
Heitið „alræði öreiganna" hefur orðið tilefni margskonar mis-
skilnings og blekkinga. Mönnum virðist eins og lýðræði og alræði
séu gagnkvæði, andstæður, sem útiloka hvor aðra og að „lýð-
ræðislegt alræði" sé því mótsögn í sjálfu sér. Til þess að láta þessa
blekkingu njóta sín enn betur er það venja íslenzkra blaðamanna
og borgaralegra rithöfunda að nota ævinlega orðið „einræði" í
sömu merkingu og erlenda orðið „diktatur", í staðinn fyrir alræði.
Lýðræði á hinsvegar að vera ríkisvald ofar öllum stéttum og hlut-
laust gagnvart þeim. Marxistar leggja allt annan skilning í ríkis-
valdið. Það vex upp úr jarðvegi stéttaþjóðfélagsins til þess að
halda stéttaandstæðum í skefjum, það er vald einnar stéttar til
að undiroka aðra. Um þetta farast Engels svo orð í bók sinni,
„Uppruni fjölskyldunnar, einkaeignarréttarins og ríkisins":
„Ríkið er því enganveginn neitt valdatæki, sem þröngvað hef-
ur verið upp á þjóðfélagið utan frá. Og því fer jafn fjarri, að það
sé „veruleiki hinnar siðrænu hugmyndar," „ímynd og raunveru-
leiki skynseminnar," svo sem Hegel staðhæfir. Það er hinsvegar
til orðið fyrir þróun þjóðfélagsins og á ákveðnu stigi hennar. Það