Réttur - 01.01.1957, Síða 77
RÉTTUR
77
er viðurkenning þess, að þjóðfélagið sé komið í óleysanlega mót-
sögn við sjálft sig og hafi klofnað í ósættanlegar andstæður, sem
það á engan hátt getur fjarlægt. Nu er orðin þörf á valdi, er
standi, að því er virðist, ofan við þjóðfélagið. Það á að forða
því, að þessar andstæður — stéttirnar með sína andstæðu hags-
muni — eyði bæði þjóðfélaginu og sjálfum sér í árangurslausri
baráttu. Það á að draga úr árekstrunum og halda baráttunni í
skefjum „reglu og skipulags". Og þetta vald, sem vaxið er upp
úr þjóðfélaginu, hefur sig yfir það og fjarlægist það æ meira,
— það er ríkið".
Orðið lýðræði hefur jafnan verið notað sem andstæða ein-
veldis eða fámennisvalds. En þar fyrir getur það verið stéttarvald,
og hverskonar ríkisvald er stéttarvald meðan mannlegt samfélag er
greint í stéttir. Hinsvegar er það skoðun marxista, að þegar stétta-
andstæðurnar eru úr sögunni, hverfi ríkisvaldið smátt og smátt,
og þegar þar er komið samfélagsháttum mannanna, sé í rauninni
ekki hægt að tala um lýðræði lengur eða neinskonar „ræði", þar
sem með orðinu lýðræði hafi jafnan verið átt við einhverskonar
mynd ríkisvalds. Það er ekki hægt að tala um lýðræði út af fyrir
sig, aðskilið frá stéttaaðstæðum og stéttarvöldum. Það hefur ver-
ið til margskonar lýðræði, sem sagan greinir frá. I Grikklandi
hinu forna var lýðræði, en hin eiginlega framleiðslustétt, þræl-
arnir, áttu engan þátt í því. Það var jafnframt alræði þrælahald-
aranna. Marxisminn lítur á hið borgaralega lýðræði sem alræði
borgarastéttarinnar, sem henni tekst við vissar aðstæður að halda
uppi þrátt fyrir allvíðtæk lýðræðisform, svo sem hinn almenna
kosningarétt, er að forminu til veitir öllum sama rétt. Borgara-
stéttin verður að vísu oft að sætta sig við ýmsar takmarkanir á
þessu valdi sínu, allt eftir því hvernig styrkleikahlutföllin eru milli
stéttanna. Stundum geta styrkleikahlutföllin orðið slík, að hvorug
stéttin hefur afl til að drottna yfir hinni. Eins og Engels segir:
„En þó eru til undantekningar, tímabil, þar sem andstæðu stétt-
irnar eru svo nálægt jafnvægi, að ríkisvaldið verður um stund-